Greiðir rúma milljón til þess að komast heim frá Ríó

Þeir fá allir að fara heim og eru allir farnir heim nema Jimmy Feigen. Hann þarf að greiða 1,2 milljónir króna til þess að komast heim til Bandaríkjanna.
Brasilíumenn voru mjög móðgaðir yfir lygum Bandaríkjamannanna enda máluðu þær ekki upp fallega mynd af borginni eða fólkinu þar.
Feigen náði samkomulagi við dómara í Ríó að greiða 1,2 milljónir til þess að fá vegabréfið sitt aftur. Peningarnir munu renna til góðgerðarstofnunar.
Ryan Lochte, Gunnar Bentz og Jack Conger eru allir komnir heim til Bandaríkjanna og Feigen mun líklega rukka þá um sinn skerf af sektinni er hann kemst loksins heim.
Tengdar fréttir

Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó
Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt.

Lögreglustjóri um bandarísku sundkappana: „Afsökunarbeiðni væri vel þegin“
Segir sundkappana fjóra ekki hafa verið fórnarlömb glæps.

Bandaríska Ólympíunefndin biðst afsökunar
Það er nú orðið ljóst að Ryan Lochte og þrír sundfélagar hans lugu um að hafa verið rændir í tilraun til þess að hylma yfir skemmdarverk á bensínstöð.

Heimsfrægur sundkappi rændur af hóp vopnaðra manna í Ríó
Heimsfrægur sundkappi var rændur af vopnuðum hópi í Ríó í nótt er hann hélt aftur í Ólympíuþorpið með leigubíl en hann slapp vel.

Segja bandarísku sundkappana hafa skáldað frásögnina af ráninu til að fela deilur um skemmdarverk
Verða yfirheyrðir í Rio.

Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó
Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni.

Lochte neitaði að hlýða ræningjunum
Eins og fram kom á Vísi í gær var bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte rændur snemma sunnudags, þegar hann sneri heim úr samkvæmi í Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram.