Enski boltinn

Mourinho: Liðin mín eru öðruvísi en liðin hjá Van Gaal

ANton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Leicester á morgun.
Mourinho á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Leicester á morgun. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að það taki tíma að breyta Manchester United úr liðinu hans Van Gaal í sitt lið. United mætir Leicester á morgun.

„Mín lið eru frábrugðin liðum Van Gaal. Ég vil taka það fram að ég er ekki að segja að mín lið séu betri, séu með betri hugmyndafræði eða mín lögmál séu betri. Ekkert af þessu," sagði Mourinho.

„Mín lið eru öðruvísari en hjá Van Gaal og það eru erfiðar aðstæður að breyta hreyfiöflunum. Það hefði verið auðveldara fyrir mig að fá 20 nýja leikmenn og byrja á núllpunkti."

United mætir Leicester í Samfélagsskildinum á morgun, en það verður síðasta prófraun United fyrir ensku deildina sem hefst svo um næstu helgi.

„Auðvitað gerum við mistök og við erum langt frá því að vera fullkomin, en þeim er gefinn tími til þess að aðlagast og frá skrefi til skrefs verður mitt lið að mínu liði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×