Mannlífið í fyrirrúmi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. ágúst 2016 10:15 Þrándur sá snemma að langbestu teiknararnir voru málarar fyrri alda. „Myndefnið er aðallega götur og torg í miðbænum, meðal annars úr Grjótaþorpinu en mannlífið er í fyrirrúmi,“ segir Þrándur Þórarinsson um efni sýningar hans Stræti, sem opnuð verður í dag klukkan 16 í Port verkefnarými að Laugavegi 23b. Þrándur er nýfluttur til landsins eftir fjögurra ára búsetu í Kaupmannahöfn, þar sem hann er líka að undirbúa stóra einkasýningu í Nordatlantens Brygge. Þemað er Kristjanía, nútímamyndir en í gömlum stíl. Ein myndin á Stræti er úr þeirri seríu. Þrándur kveðst hafa málað síðan í menntaskóla. „Ég var á myndlistarbraut í MA. Guðmundur Ármann var þar prímus mótor og leiddi mig fyrstu skrefin í þessu lagskipta málverki sem ég hef fengist við síðan. Þar byrjaði ég líka að leggjast yfir gömlu meistarana og klassíska málverkið sem kallaði sterkt á mig. Ég hef verið að teikna frá blautu barnsbeini og sá það snemma að langbestu teiknararnir voru málarar fyrri alda.“Fantasía af Hótel Íslandsplaninu.Þrándur komst í kynni við norska málarann Odd Nerdrum þegar hann flutti suður. Var svo heppinn að kunna norsku reiprennandi, enda hálfnorskur sjálfur. „Ég sá Odd vera að skjótast inn í Mál og menningu á Laugaveginum og gaf mig á tal við hann, það varð til þess að ég var nemandi hjá honum í nokkur ár. Þá bjó hann í gamla borgarbókasafninu við Þingholtsstræti og þar voru stóru spurningarnar ræddar. Ég hefði ekki getað fengið betri kennara.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. ágúst 2016. Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Myndefnið er aðallega götur og torg í miðbænum, meðal annars úr Grjótaþorpinu en mannlífið er í fyrirrúmi,“ segir Þrándur Þórarinsson um efni sýningar hans Stræti, sem opnuð verður í dag klukkan 16 í Port verkefnarými að Laugavegi 23b. Þrándur er nýfluttur til landsins eftir fjögurra ára búsetu í Kaupmannahöfn, þar sem hann er líka að undirbúa stóra einkasýningu í Nordatlantens Brygge. Þemað er Kristjanía, nútímamyndir en í gömlum stíl. Ein myndin á Stræti er úr þeirri seríu. Þrándur kveðst hafa málað síðan í menntaskóla. „Ég var á myndlistarbraut í MA. Guðmundur Ármann var þar prímus mótor og leiddi mig fyrstu skrefin í þessu lagskipta málverki sem ég hef fengist við síðan. Þar byrjaði ég líka að leggjast yfir gömlu meistarana og klassíska málverkið sem kallaði sterkt á mig. Ég hef verið að teikna frá blautu barnsbeini og sá það snemma að langbestu teiknararnir voru málarar fyrri alda.“Fantasía af Hótel Íslandsplaninu.Þrándur komst í kynni við norska málarann Odd Nerdrum þegar hann flutti suður. Var svo heppinn að kunna norsku reiprennandi, enda hálfnorskur sjálfur. „Ég sá Odd vera að skjótast inn í Mál og menningu á Laugaveginum og gaf mig á tal við hann, það varð til þess að ég var nemandi hjá honum í nokkur ár. Þá bjó hann í gamla borgarbókasafninu við Þingholtsstræti og þar voru stóru spurningarnar ræddar. Ég hefði ekki getað fengið betri kennara.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. ágúst 2016.
Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira