Enski boltinn

Swansea og West Ham ná samkomulagi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ayew í leik með Swansea.
Ayew í leik með Swansea. vísir/getty
West Ham hefur komist að samkomulagi við Swansea um kaup á framherjanum Andre Ayew, en samningar um kaupverð náðust í morgun.

West Ham hefur haft áhuga á kappanum í allt sumar, en talið er að kaupverðið sé um 20 milljónir punda og að hann muni fara í læknisskoðun í vikunni.

Swansea er sagt vilja fá framherja Atletico Madrid, Borja Baston, í stað Ayew og nunu klára Ayew samninginn ef þeir ná samkomulagi við Atletico Madrid. Liðin eiga nú í viðræðum.

Ayew kom til Swansea frá Marseille, en einnig hefur hann spilað með Lorient og Arles-Avignon.

Swansea fékk framherjann Fernando Llorente í vikunni og mun Gylfi Þór Sigurðsson því gefa stoðsendingar á nýja menn í framlínu Swansea þetta tímabilið, en hann framlengdi samning sinn á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×