Fjöldamorð Íslendinga Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2016 11:15 Baskarnir misstu skipin í ís á sínum tíma, því voru teknar upp senur við ósa Jökulsár á Breiðamerkursandi. Mynd/www.seylan.is Mörg sviðssett atriði voru tekin hér á landi fyrir heimildarmyndina Baskavígin sem frumsýnd er í dag á kvikmyndahátíðinni í Bilbaó á Spáni. Enda gerðust þeir atburðir hér sem myndin fjallar um, það er að segja víg baskneskra skipbrotsmanna á Vestfjörðum haustið 1615. Hjálmtýr Heiðdal verður viðstaddur frumsýninguna í Bilbaó, þar sem myndin keppir til verðlauna.„Það var filmað á ellefu stöðum og verkefnið tókst mjög vel,“ segir Hjálmtýr Heiðdal í kvikmyndagerðinni Seylu sem er meðframleiðandi myndarinnar með Old Port Films í Bilbaó. Hann segir fimm íslenska áhugaleikara í veigamiklum hlutverkum Jóns lærða, Sigríðar konu hans, Ara í Ögri, séra Jóns Grímssonar í Árnesi og Gunnsteins Grímssonar í Dynjanda. Auk þess bregði 120 íslenskum aukaleikurum fyrir. „Við þurftum 40 manns við Jökulsárlón og annan eins hóp norður í Bjarnarfirði. Svo vantaði statista til að leika Baska og við vorum með góðan hóp af Spánverjum sem eru búsettir hér,“ lýsir hann. Hilmar Örn Hilmarsson samdi tónlistina í myndinni sem er á fjórum tungumálum, á baskamálinu euskeru, ensku, spænsku og íslensku. Enska útgáfan verður sýnd á Riff og íslenska útgáfan frumsýnd í nóvember í Bíói Paradís. –Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. september 2016. Bíó og sjónvarp Menning RIFF Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Mörg sviðssett atriði voru tekin hér á landi fyrir heimildarmyndina Baskavígin sem frumsýnd er í dag á kvikmyndahátíðinni í Bilbaó á Spáni. Enda gerðust þeir atburðir hér sem myndin fjallar um, það er að segja víg baskneskra skipbrotsmanna á Vestfjörðum haustið 1615. Hjálmtýr Heiðdal verður viðstaddur frumsýninguna í Bilbaó, þar sem myndin keppir til verðlauna.„Það var filmað á ellefu stöðum og verkefnið tókst mjög vel,“ segir Hjálmtýr Heiðdal í kvikmyndagerðinni Seylu sem er meðframleiðandi myndarinnar með Old Port Films í Bilbaó. Hann segir fimm íslenska áhugaleikara í veigamiklum hlutverkum Jóns lærða, Sigríðar konu hans, Ara í Ögri, séra Jóns Grímssonar í Árnesi og Gunnsteins Grímssonar í Dynjanda. Auk þess bregði 120 íslenskum aukaleikurum fyrir. „Við þurftum 40 manns við Jökulsárlón og annan eins hóp norður í Bjarnarfirði. Svo vantaði statista til að leika Baska og við vorum með góðan hóp af Spánverjum sem eru búsettir hér,“ lýsir hann. Hilmar Örn Hilmarsson samdi tónlistina í myndinni sem er á fjórum tungumálum, á baskamálinu euskeru, ensku, spænsku og íslensku. Enska útgáfan verður sýnd á Riff og íslenska útgáfan frumsýnd í nóvember í Bíói Paradís. –Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. september 2016.
Bíó og sjónvarp Menning RIFF Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein