Innlent

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis hefst á morgun

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst á morgun, 22. september.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst á morgun, 22. september. vísir/valli
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst á morgun, 22. september. Hún fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New YorkWinnipegNuuk og Þórshöfn í Færeyjum. 

Einnig verður hægt að kjósa utan kjörfundar hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis eftir samkomulagi. Kjósendum er bent á að hafa samband við ræðismenn áður en þeir koma til að kjósa. Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir. 

Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins er vakin athygli á að kjósendur bera sjálfir ábyrgð á að póstleggja atkvæði sitt eða koma þeim á annan hátt til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi á réttum tíma.

Frekari hagnýtar upplýsingar um kosningarnar er að finna á vefnum kosning.is 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×