Stærstu lið Norðurlanda verða hluti af nýrri ofurdeild í Evrópu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 10:30 Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason spilar með Malmö. vísir/getty Stærstu fótboltalið Norðurlanda gætu yfirgefið sínar deildir eftir nokkur ár og einbeitt sér að því að spila í nýrri ofurdeild á meginlandi Evrópu. Viðræður eru nú þegar hafnar. Danska dagblaðið BT greinir frá því í morgun að viðræður stórliðsins FCK í Kaupmannahöfn við forráðamenn nýju deildarinnar eru nú þegar hafnar og SVT í Svíþjóð segir frá því að Malmö, lið Kára Árnasonar, er einnig að íhuga alvarlega að taka þátt í nýju deildinni. Auk liðanna á Norðurlöndum verða í nýju deildinni stórlið frá Hollandi, Belgíu og Skotlandi og þar er um að ræða stærstu lið landanna. Ajax og PSV verða frá Hollandi, Anderlecht og Club Brugge frá Belgíu, Celtic og Rangers frá Skotlandi og svo Rosenborg frá Noregi. Einnig hefur verið haft samband við Bröndby, samkvæmt frétt BT. Ekki verður hægt að hefja leik í nýrri deild fyrr en 2021 þegar ríkjandi samningur um Meistaradeildina rennur út en eftir það virðist nokkuð líklegt að þessi nýja deild verði að veruleika. Liðin sem ætla að taka þátt í henni eru verulega hrædd um að missa af lestinni í baráttunni við stóru strákana á Englandi, Spáni, Þýskalandi og Ítalíu. „Ef við bregðumst ekki við þá verða stóru félögin bara stærri og sterkari og allt verður erfiðara fyrir félag eins og okkur. Við verðum að horfa til möguleika okkar á alþjóða vettvangi,“ segir Anders Hörsholt, framkvæmdastjóri FC Kaupmannahafnar, í viðtali við BT. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að gera til að verða samkeppnishæfir. Vissulega gæti þetta orðið til þess að FCK búi til nýja Evrópudeild og hætti deildunum í sínum heimalöndum,“ segir Hörsholt. Malmö-menn vildu ekkert ræða við SVT þegar haft var samband við þá. Niclas Carlén sagði við sænska ríkisútvarpið að þetta væri enn á viðræðustigi og yrði frekar rætt á næsta ársþingi sænsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Sjá meira
Stærstu fótboltalið Norðurlanda gætu yfirgefið sínar deildir eftir nokkur ár og einbeitt sér að því að spila í nýrri ofurdeild á meginlandi Evrópu. Viðræður eru nú þegar hafnar. Danska dagblaðið BT greinir frá því í morgun að viðræður stórliðsins FCK í Kaupmannahöfn við forráðamenn nýju deildarinnar eru nú þegar hafnar og SVT í Svíþjóð segir frá því að Malmö, lið Kára Árnasonar, er einnig að íhuga alvarlega að taka þátt í nýju deildinni. Auk liðanna á Norðurlöndum verða í nýju deildinni stórlið frá Hollandi, Belgíu og Skotlandi og þar er um að ræða stærstu lið landanna. Ajax og PSV verða frá Hollandi, Anderlecht og Club Brugge frá Belgíu, Celtic og Rangers frá Skotlandi og svo Rosenborg frá Noregi. Einnig hefur verið haft samband við Bröndby, samkvæmt frétt BT. Ekki verður hægt að hefja leik í nýrri deild fyrr en 2021 þegar ríkjandi samningur um Meistaradeildina rennur út en eftir það virðist nokkuð líklegt að þessi nýja deild verði að veruleika. Liðin sem ætla að taka þátt í henni eru verulega hrædd um að missa af lestinni í baráttunni við stóru strákana á Englandi, Spáni, Þýskalandi og Ítalíu. „Ef við bregðumst ekki við þá verða stóru félögin bara stærri og sterkari og allt verður erfiðara fyrir félag eins og okkur. Við verðum að horfa til möguleika okkar á alþjóða vettvangi,“ segir Anders Hörsholt, framkvæmdastjóri FC Kaupmannahafnar, í viðtali við BT. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að gera til að verða samkeppnishæfir. Vissulega gæti þetta orðið til þess að FCK búi til nýja Evrópudeild og hætti deildunum í sínum heimalöndum,“ segir Hörsholt. Malmö-menn vildu ekkert ræða við SVT þegar haft var samband við þá. Niclas Carlén sagði við sænska ríkisútvarpið að þetta væri enn á viðræðustigi og yrði frekar rætt á næsta ársþingi sænsku úrvalsdeildarinnar.
Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti