Innlent

Aldrei séð Elliðaárnar svona miklar

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Það flæðir yfir göngu- og hjólastíga í Elliðaárdalnum.
Það flæðir yfir göngu- og hjólastíga í Elliðaárdalnum. mynd/birgitta
Stöðug rigning síðustu tvo sólarhringa hefur valdið miklum vexti í ám. Og enn rignir en samkvæmt spám mun stytta að mestu upp í kvöld og í nótt. Mikið vatn er íám á vestur- og suðurlandi.

Ár á Vesturlandi náðu hámarki í morgun en rennsli er enn að vaxa í Hvítá og búist er við að rennsli íÖlfusá við Selfoss nái hámarki annað kvöld og mun þá sennilega slá 17 ára gamalt met. Einnig hefur mikið rennsli veriðíám á höfuðborgarsvæðinu og fór til að mynda upp í 32 rúmmetra á sekúndu í Korpu sem er mesta flóðíánni síðan 1994. Rennslið er þó farið að minnka íám borgarinnar nema í  Elliðaánum þar sem það er enn að vaxa.

 

Vatn flæðir þar yfir göngu- og hjólastíga og munar ekki miklu aðþað flæði yfir brú sem var sett í dalinn síðasta vor.

 

„Mér finnst þetta mjög merkilegt. Ég hef búið hérna lengi og hef aldrei séð árnar svona miklar eins og þær eru núna. Þetta er eitthvað mjög óvanalegt,“ segir Anní Haugen sem tók samt sinn daglega göngutúr. „Það er svo gaman að skoða þetta. Maður blotnar bara svolítið.“

 

Í myndskeiðinu að ofan má sjá hvernig árnar eru farnar að flæða yfir bakka sína og vatn komið yfir alla stíga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×