Langflestir rannsakendur vildu að Clinton yrði ákærð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2016 07:00 Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, var ekki ákærð fyrir þátt sinn í vísir/epa Mikil reiði ríkir á meðal starfsmanna ríkissaksóknaraembættisins og Alríkislögreglu (FBI) í Bandaríkjunum vegna þeirrar ákvörðunar sem tekin var í sumar um að ákæra ekki Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata, fyrir að hafa farið ógætilega með skjöl er varða þjóðaröryggi. Clinton geymdi slík gögn á einkapóstþjóni í stað öruggs opinbers póstþjóns á meðan hún gegndi embætti utanríkisráðherra frá árinu 2009 til ársins 2013. Frá þessu greinir heimildarmaður Fox News sem tók þátt í árs langri rannsókn FBI. Hann heldur því einnig fram að alríkislögreglumenn og saksóknarar hafi komist nærri einróma að þeirri niðurstöðu að ákæra ætti Clinton. Rúmlega hundrað starfsmenn FBI og sex starfsmenn ríkissaksóknara komu að rannsókninni. „Enginn saksóknari var sammála ákvörðuninni. Enginn frá FBI. Ákvörðunin kom að ofan,“ sagði heimildarmaðurinn. Annar nafnlaus heimildarmaður sagði ekki hafa ríkt einhug en þó hafi mikill meirihluti viljað ákæra og því hafi niðurstaðan komið verulega á óvart. Andrew Napolitano, fyrrum dómari og dómsmálaráðgjafi Fox News, sagðist sömuleiðis hafa heimildir fyrir því að mikill fjöldi rannsakenda hafi verið á því að ákæra bæri frambjóðandann. „Það er alveg ljóst að starfsmenn FBI, mennirnir sem unnu rannsóknarvinnuna í málinu, höfðu sett fram gríðarlega sannfærandi mál og þeir eru bálreiðir að málið hafi ekki fengið fram að ganga,“ hefur Fox News eftir Napolitano. „Þeir trúa því að ákvörðunin hafi komið frá forsetanum.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Mikil reiði ríkir á meðal starfsmanna ríkissaksóknaraembættisins og Alríkislögreglu (FBI) í Bandaríkjunum vegna þeirrar ákvörðunar sem tekin var í sumar um að ákæra ekki Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata, fyrir að hafa farið ógætilega með skjöl er varða þjóðaröryggi. Clinton geymdi slík gögn á einkapóstþjóni í stað öruggs opinbers póstþjóns á meðan hún gegndi embætti utanríkisráðherra frá árinu 2009 til ársins 2013. Frá þessu greinir heimildarmaður Fox News sem tók þátt í árs langri rannsókn FBI. Hann heldur því einnig fram að alríkislögreglumenn og saksóknarar hafi komist nærri einróma að þeirri niðurstöðu að ákæra ætti Clinton. Rúmlega hundrað starfsmenn FBI og sex starfsmenn ríkissaksóknara komu að rannsókninni. „Enginn saksóknari var sammála ákvörðuninni. Enginn frá FBI. Ákvörðunin kom að ofan,“ sagði heimildarmaðurinn. Annar nafnlaus heimildarmaður sagði ekki hafa ríkt einhug en þó hafi mikill meirihluti viljað ákæra og því hafi niðurstaðan komið verulega á óvart. Andrew Napolitano, fyrrum dómari og dómsmálaráðgjafi Fox News, sagðist sömuleiðis hafa heimildir fyrir því að mikill fjöldi rannsakenda hafi verið á því að ákæra bæri frambjóðandann. „Það er alveg ljóst að starfsmenn FBI, mennirnir sem unnu rannsóknarvinnuna í málinu, höfðu sett fram gríðarlega sannfærandi mál og þeir eru bálreiðir að málið hafi ekki fengið fram að ganga,“ hefur Fox News eftir Napolitano. „Þeir trúa því að ákvörðunin hafi komið frá forsetanum.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent