Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, vonast til að José Mourinho geti komið sínu gamla félagi Manchester United aftur upp í hæstu hæðir en hann tekur við United í vikunni.
Ronaldo og Cristiano Ronaldo unnu saman hjá Real Madrid þar sem þeir urðu Spánarmeistarar árið 2012.
Samningaviðræður standa yfir og væru líklega búnar ef ekki hefði komið upp vandamál með nafnarétt Portúgalans sem Chelsea á enn þó hann hafi verið rekinn frá Lundúnarliðinu á síðasta ári.
Manchester United varð bikarmeistari í fyrsta sinn í tólf ár á síðustu leiktíð en missti af Meistaradeildarsæti á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar. Mourinho er ætlað að laga hlutina á Old Trafford.
„Er hann ekki tekinn við? Mér finnst þetta gott. Ef þetta er eitthvað sem United vildi þá finnst mér það gott,“ segir Ronaldo í spænskum sjónvarpsþætti sem verður sýndur í dag en The Sun fékk brot úr þættinum textað.
„Ég vona að Manchester United verði aftur það sem það var því þetta er merkilegt félag. Því hefur samt skort auðkenni síðustu ár.“
„Það er sárt fyrir mig að sjá United í þessari stöðu því þetta er félag sem er í hjarta mínu. Ég vona að Mourinho komi United aftur á toppinn,“ segir Cristiano Ronaldo.
Ronaldo: Sárt fyrir mig að sjá United í þessari stöðu

Tengdar fréttir

Mourinho horfir til fyrrverandi lærisveina sinna og vill fá Willian til United
Portúgalinn einnig verið sagður vilja fá Nemanja Matic til Manchester United.

Mourinho vill styrkja hryggjarsúluna með Stones, Matic og Zlatan
Ensku blöðin segja frá innkaupalista Portúgalans sem tekur við Manchester United í vikunni.

Þarf Manchester United að borga Chelsea fyrir að nota nafn Mourinho?
Jose Mourinho verður nær örugglega tilkynntur sem nýr knattspyrnustjóri Manchester United í þessari viku. Það er allt klárt nema spurningin um réttinn um að nota nafn og ímynd portúgalska stjórans.

Mourinho gæti fengið 5,5 milljarða fyrir þrjú ár á Old Trafford
Portúgalinn tekur við Manchester United í þessari viku og fær vel borgað fyrir sín störf.

Mourinho búinn að semja við Manchester United
Sky Sports hefur fengið það staðfest að Jose Mourinho sé búinn að ganga frá samningi um að verða næsti knattspyrnustjóri Manchester United.

Mourinho vill hafa Giggs áfram hjá United en ekki sem aðstoðarmann sinn
Rui Faria verður aðstoðarknattspyrnustjóri Manchester United en hann og Mourinho eru óaðskiljanlegir.