Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2016 14:20 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir „Katla getur gosið litlum og penum gosum,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um mögulegt Kötlugos. Óvenju mikil virkni hefur verið í eldstöðinni Kötlu undanfarinn sólarhring og ákvað Veðurstofa Íslands að breyta litakóða fyrir Kötlu úr grænu í gult í hádeginu í dag. Margir óttast stórt Kötlugos og hafa ímyndað sér miklar hamfarir af því en Páll bendir á að ekki eru öll Kötlugos eintómar hamfarir. „Sennilega var Kötlugos árið 2011 án þess að nokkur tæki eftir því,“ segir Páll í samtali við Vísi um málið. Hann segir ómögulegt að spá fyrir um hversu stórt næsta Kötlugos verður. „Þetta er eins og öll eldfjöll, stundum gjósa þau litlum gosum og stundum fallegum gosum, stundum hættulegum gosum og stundum stórum gosum og Katla er engin undantekning frá því,“ segir Páll. Hann segir það vera einfalt mál að skálda rosalegar hamfarasögur varðandi Kötlu ef menn eru þannig sinnaðir. „En ég bendi á þrjá síðustu atburði sem líklega hafa verið gos í Kötlu. 1955, þá voru menn beint ofan á jöklinum á meðan gos stóð yfir án þess að taka eftir því. 1999, þá kom aftur svona atburður og flóð á Sólheimasandi. 2011, þá kom gosórói og svo hlaup sem tók brúna Múlakvísl. Það sást ekki til goss og sumir halda því enn fram að það hafi ekki verið neitt gos. Þannig að Katla getur gosið svo litlum gosum að við tökum ekki eftir því,“ segir Páll. Síðasta stórgos í Kötlu var árið 1918 og segir Páll bilið á milli stórra gosa í Kötlu vera orðið ansi langt núna. Hann bendir þó á að gosið sem varð í Grímsvötnum árið 2011 hafa verið miklu stærra gos en það sem varð í Eyjafjallajökli árið 2010 og olli talsverðum vandræðum út af öskufalli. „Þetta Grímsvatnagos sem varð árið 2011, það er kannski það sem kemst næst því að vera svipað eins og Kötlugosin hafa verið, þessi stærri. Þannig að við erum nú þegar búin að sjá sýnishorn af slíku gosi og það er allt í lagi að leggja áherslu á það í fréttaflutningnum. Menn eru alltaf að tala um þetta rosalega gos sem standi fyrir dyrum í Kötlu en við fengum sýnishorn af slíku gosi árið 2011 en það olli engum rosalegum vandræðum. Sú aska sem kom þar upp var svipuð gerðar og það sem má búast við úr venjulegu Kötlugosi.“ Tengdar fréttir Mesta virknin í Kötlu-hrinunni greindist í hádeginu: Litakóðanum breytt úr grænu í gult Veðurstofan segir engan gosóróa sýnilegan á þessari stundu. 30. september 2016 12:46 Vísindaráð fundar í Skógarhlíð vegna skjálftavirkni í Kötlu Mikil virkni hefur verið í eldstöðinni undanfarinn sólarhring. 30. september 2016 14:08 Vísindaráð almannavarna fundar: Katla virðist vera að ræskja sig Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. 30. september 2016 11:44 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
„Katla getur gosið litlum og penum gosum,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um mögulegt Kötlugos. Óvenju mikil virkni hefur verið í eldstöðinni Kötlu undanfarinn sólarhring og ákvað Veðurstofa Íslands að breyta litakóða fyrir Kötlu úr grænu í gult í hádeginu í dag. Margir óttast stórt Kötlugos og hafa ímyndað sér miklar hamfarir af því en Páll bendir á að ekki eru öll Kötlugos eintómar hamfarir. „Sennilega var Kötlugos árið 2011 án þess að nokkur tæki eftir því,“ segir Páll í samtali við Vísi um málið. Hann segir ómögulegt að spá fyrir um hversu stórt næsta Kötlugos verður. „Þetta er eins og öll eldfjöll, stundum gjósa þau litlum gosum og stundum fallegum gosum, stundum hættulegum gosum og stundum stórum gosum og Katla er engin undantekning frá því,“ segir Páll. Hann segir það vera einfalt mál að skálda rosalegar hamfarasögur varðandi Kötlu ef menn eru þannig sinnaðir. „En ég bendi á þrjá síðustu atburði sem líklega hafa verið gos í Kötlu. 1955, þá voru menn beint ofan á jöklinum á meðan gos stóð yfir án þess að taka eftir því. 1999, þá kom aftur svona atburður og flóð á Sólheimasandi. 2011, þá kom gosórói og svo hlaup sem tók brúna Múlakvísl. Það sást ekki til goss og sumir halda því enn fram að það hafi ekki verið neitt gos. Þannig að Katla getur gosið svo litlum gosum að við tökum ekki eftir því,“ segir Páll. Síðasta stórgos í Kötlu var árið 1918 og segir Páll bilið á milli stórra gosa í Kötlu vera orðið ansi langt núna. Hann bendir þó á að gosið sem varð í Grímsvötnum árið 2011 hafa verið miklu stærra gos en það sem varð í Eyjafjallajökli árið 2010 og olli talsverðum vandræðum út af öskufalli. „Þetta Grímsvatnagos sem varð árið 2011, það er kannski það sem kemst næst því að vera svipað eins og Kötlugosin hafa verið, þessi stærri. Þannig að við erum nú þegar búin að sjá sýnishorn af slíku gosi og það er allt í lagi að leggja áherslu á það í fréttaflutningnum. Menn eru alltaf að tala um þetta rosalega gos sem standi fyrir dyrum í Kötlu en við fengum sýnishorn af slíku gosi árið 2011 en það olli engum rosalegum vandræðum. Sú aska sem kom þar upp var svipuð gerðar og það sem má búast við úr venjulegu Kötlugosi.“
Tengdar fréttir Mesta virknin í Kötlu-hrinunni greindist í hádeginu: Litakóðanum breytt úr grænu í gult Veðurstofan segir engan gosóróa sýnilegan á þessari stundu. 30. september 2016 12:46 Vísindaráð fundar í Skógarhlíð vegna skjálftavirkni í Kötlu Mikil virkni hefur verið í eldstöðinni undanfarinn sólarhring. 30. september 2016 14:08 Vísindaráð almannavarna fundar: Katla virðist vera að ræskja sig Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. 30. september 2016 11:44 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Mesta virknin í Kötlu-hrinunni greindist í hádeginu: Litakóðanum breytt úr grænu í gult Veðurstofan segir engan gosóróa sýnilegan á þessari stundu. 30. september 2016 12:46
Vísindaráð fundar í Skógarhlíð vegna skjálftavirkni í Kötlu Mikil virkni hefur verið í eldstöðinni undanfarinn sólarhring. 30. september 2016 14:08
Vísindaráð almannavarna fundar: Katla virðist vera að ræskja sig Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. 30. september 2016 11:44