Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2016 14:20 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir „Katla getur gosið litlum og penum gosum,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um mögulegt Kötlugos. Óvenju mikil virkni hefur verið í eldstöðinni Kötlu undanfarinn sólarhring og ákvað Veðurstofa Íslands að breyta litakóða fyrir Kötlu úr grænu í gult í hádeginu í dag. Margir óttast stórt Kötlugos og hafa ímyndað sér miklar hamfarir af því en Páll bendir á að ekki eru öll Kötlugos eintómar hamfarir. „Sennilega var Kötlugos árið 2011 án þess að nokkur tæki eftir því,“ segir Páll í samtali við Vísi um málið. Hann segir ómögulegt að spá fyrir um hversu stórt næsta Kötlugos verður. „Þetta er eins og öll eldfjöll, stundum gjósa þau litlum gosum og stundum fallegum gosum, stundum hættulegum gosum og stundum stórum gosum og Katla er engin undantekning frá því,“ segir Páll. Hann segir það vera einfalt mál að skálda rosalegar hamfarasögur varðandi Kötlu ef menn eru þannig sinnaðir. „En ég bendi á þrjá síðustu atburði sem líklega hafa verið gos í Kötlu. 1955, þá voru menn beint ofan á jöklinum á meðan gos stóð yfir án þess að taka eftir því. 1999, þá kom aftur svona atburður og flóð á Sólheimasandi. 2011, þá kom gosórói og svo hlaup sem tók brúna Múlakvísl. Það sást ekki til goss og sumir halda því enn fram að það hafi ekki verið neitt gos. Þannig að Katla getur gosið svo litlum gosum að við tökum ekki eftir því,“ segir Páll. Síðasta stórgos í Kötlu var árið 1918 og segir Páll bilið á milli stórra gosa í Kötlu vera orðið ansi langt núna. Hann bendir þó á að gosið sem varð í Grímsvötnum árið 2011 hafa verið miklu stærra gos en það sem varð í Eyjafjallajökli árið 2010 og olli talsverðum vandræðum út af öskufalli. „Þetta Grímsvatnagos sem varð árið 2011, það er kannski það sem kemst næst því að vera svipað eins og Kötlugosin hafa verið, þessi stærri. Þannig að við erum nú þegar búin að sjá sýnishorn af slíku gosi og það er allt í lagi að leggja áherslu á það í fréttaflutningnum. Menn eru alltaf að tala um þetta rosalega gos sem standi fyrir dyrum í Kötlu en við fengum sýnishorn af slíku gosi árið 2011 en það olli engum rosalegum vandræðum. Sú aska sem kom þar upp var svipuð gerðar og það sem má búast við úr venjulegu Kötlugosi.“ Tengdar fréttir Mesta virknin í Kötlu-hrinunni greindist í hádeginu: Litakóðanum breytt úr grænu í gult Veðurstofan segir engan gosóróa sýnilegan á þessari stundu. 30. september 2016 12:46 Vísindaráð fundar í Skógarhlíð vegna skjálftavirkni í Kötlu Mikil virkni hefur verið í eldstöðinni undanfarinn sólarhring. 30. september 2016 14:08 Vísindaráð almannavarna fundar: Katla virðist vera að ræskja sig Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. 30. september 2016 11:44 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Katla getur gosið litlum og penum gosum,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um mögulegt Kötlugos. Óvenju mikil virkni hefur verið í eldstöðinni Kötlu undanfarinn sólarhring og ákvað Veðurstofa Íslands að breyta litakóða fyrir Kötlu úr grænu í gult í hádeginu í dag. Margir óttast stórt Kötlugos og hafa ímyndað sér miklar hamfarir af því en Páll bendir á að ekki eru öll Kötlugos eintómar hamfarir. „Sennilega var Kötlugos árið 2011 án þess að nokkur tæki eftir því,“ segir Páll í samtali við Vísi um málið. Hann segir ómögulegt að spá fyrir um hversu stórt næsta Kötlugos verður. „Þetta er eins og öll eldfjöll, stundum gjósa þau litlum gosum og stundum fallegum gosum, stundum hættulegum gosum og stundum stórum gosum og Katla er engin undantekning frá því,“ segir Páll. Hann segir það vera einfalt mál að skálda rosalegar hamfarasögur varðandi Kötlu ef menn eru þannig sinnaðir. „En ég bendi á þrjá síðustu atburði sem líklega hafa verið gos í Kötlu. 1955, þá voru menn beint ofan á jöklinum á meðan gos stóð yfir án þess að taka eftir því. 1999, þá kom aftur svona atburður og flóð á Sólheimasandi. 2011, þá kom gosórói og svo hlaup sem tók brúna Múlakvísl. Það sást ekki til goss og sumir halda því enn fram að það hafi ekki verið neitt gos. Þannig að Katla getur gosið svo litlum gosum að við tökum ekki eftir því,“ segir Páll. Síðasta stórgos í Kötlu var árið 1918 og segir Páll bilið á milli stórra gosa í Kötlu vera orðið ansi langt núna. Hann bendir þó á að gosið sem varð í Grímsvötnum árið 2011 hafa verið miklu stærra gos en það sem varð í Eyjafjallajökli árið 2010 og olli talsverðum vandræðum út af öskufalli. „Þetta Grímsvatnagos sem varð árið 2011, það er kannski það sem kemst næst því að vera svipað eins og Kötlugosin hafa verið, þessi stærri. Þannig að við erum nú þegar búin að sjá sýnishorn af slíku gosi og það er allt í lagi að leggja áherslu á það í fréttaflutningnum. Menn eru alltaf að tala um þetta rosalega gos sem standi fyrir dyrum í Kötlu en við fengum sýnishorn af slíku gosi árið 2011 en það olli engum rosalegum vandræðum. Sú aska sem kom þar upp var svipuð gerðar og það sem má búast við úr venjulegu Kötlugosi.“
Tengdar fréttir Mesta virknin í Kötlu-hrinunni greindist í hádeginu: Litakóðanum breytt úr grænu í gult Veðurstofan segir engan gosóróa sýnilegan á þessari stundu. 30. september 2016 12:46 Vísindaráð fundar í Skógarhlíð vegna skjálftavirkni í Kötlu Mikil virkni hefur verið í eldstöðinni undanfarinn sólarhring. 30. september 2016 14:08 Vísindaráð almannavarna fundar: Katla virðist vera að ræskja sig Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. 30. september 2016 11:44 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Mesta virknin í Kötlu-hrinunni greindist í hádeginu: Litakóðanum breytt úr grænu í gult Veðurstofan segir engan gosóróa sýnilegan á þessari stundu. 30. september 2016 12:46
Vísindaráð fundar í Skógarhlíð vegna skjálftavirkni í Kötlu Mikil virkni hefur verið í eldstöðinni undanfarinn sólarhring. 30. september 2016 14:08
Vísindaráð almannavarna fundar: Katla virðist vera að ræskja sig Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. 30. september 2016 11:44
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent