Þegar vandræðin verða að grísku drama Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. september 2016 09:30 "Þetta er eitt af þessum vel skrifuðu klassísku leikritum sem alltaf eiga erindi við okkur annað slagið,“ segir Hilmir Snær. Vísir/Ernir Horft frá brúnni, eftir Arthur Miller, hefur oft verið kallað eitt magnaðasta leikverk 20. aldar. Það verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld og Hilmir Snær Guðnason er þar í aðalhlutverki. Hann kveðst hafa séð verkið á sviði „einhvern tíma í gamla daga“ en ekki muna mikið eftir því. „Þetta er ansi góð saga,“ segir hann sannfærandi og lýsir henni í nokkrum orðum. „Ég leik hafnarverkamanninn Eddie sem býr í New York með konu sinni og fósturdóttur og er af annarri kynslóð innflytjenda frá Ítalíu. Fósturdóttirin er systurdóttir konunnar hans og hann elur hana upp sem sína dóttur. Svo koma tveir ungir menn frá Ítalíu inn á heimilið og fá sér vinnu í borginni. Þeir eru ólöglegir innflytjendur. Í þessu ítalska samfélagi segja menn ekki hver til annars þótt þeir lifi ekki samkvæmt því sem lögin í landinu gera ráð fyrir. En þegar annar aðkomumannanna verður ástfanginn af ungu stúlkunni á heimilinu kemur í ljós að Eddie stendur alls ekki á sama um það og að kannski elskar hann þessa stúlku meira en góðu hófi gegnir. Þá byrja vandræðin og þau verða að grísku drama.“ Þýðingin er eftir Sigurð Pálsson, leikstjóri er Stefan Metz og sviðsmyndin er í höndum Sean Mackaoui sem með notkun ljóss og skugga skapar anda film noir kvikmynda eftirstríðsáranna. Hilmir Snær segir þó efnið falla vel að okkar tíma, enda sé mikið talað um ólöglega innflytjendur í dag. „Horft frá brúnni er eitt af þessum vel skrifuðu klassísku leikritum sem á alltaf erindi til okkar annað slagið,“ segir hann og bætir við: „Sagan er góð og sýningin stutt, 100 mínútur án hlés. Fólk sest í sætin og stundin er liðin áður en varir.“ Greinin birtist fyrst 30. september 2016. Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Horft frá brúnni, eftir Arthur Miller, hefur oft verið kallað eitt magnaðasta leikverk 20. aldar. Það verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld og Hilmir Snær Guðnason er þar í aðalhlutverki. Hann kveðst hafa séð verkið á sviði „einhvern tíma í gamla daga“ en ekki muna mikið eftir því. „Þetta er ansi góð saga,“ segir hann sannfærandi og lýsir henni í nokkrum orðum. „Ég leik hafnarverkamanninn Eddie sem býr í New York með konu sinni og fósturdóttur og er af annarri kynslóð innflytjenda frá Ítalíu. Fósturdóttirin er systurdóttir konunnar hans og hann elur hana upp sem sína dóttur. Svo koma tveir ungir menn frá Ítalíu inn á heimilið og fá sér vinnu í borginni. Þeir eru ólöglegir innflytjendur. Í þessu ítalska samfélagi segja menn ekki hver til annars þótt þeir lifi ekki samkvæmt því sem lögin í landinu gera ráð fyrir. En þegar annar aðkomumannanna verður ástfanginn af ungu stúlkunni á heimilinu kemur í ljós að Eddie stendur alls ekki á sama um það og að kannski elskar hann þessa stúlku meira en góðu hófi gegnir. Þá byrja vandræðin og þau verða að grísku drama.“ Þýðingin er eftir Sigurð Pálsson, leikstjóri er Stefan Metz og sviðsmyndin er í höndum Sean Mackaoui sem með notkun ljóss og skugga skapar anda film noir kvikmynda eftirstríðsáranna. Hilmir Snær segir þó efnið falla vel að okkar tíma, enda sé mikið talað um ólöglega innflytjendur í dag. „Horft frá brúnni er eitt af þessum vel skrifuðu klassísku leikritum sem á alltaf erindi til okkar annað slagið,“ segir hann og bætir við: „Sagan er góð og sýningin stutt, 100 mínútur án hlés. Fólk sest í sætin og stundin er liðin áður en varir.“ Greinin birtist fyrst 30. september 2016.
Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira