Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. október 2016 16:44 Duterte virðist ekki mjög hrifinn af utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Vísir/AFP Forseti Filippseyja hefur dregið til baka tilkynningu sína frá því á fimmtudag að landið ætlaði sér að slíta öll tengsl við Bandaríkin. Hann lét þau orð falla á meðan hann var í heimsókn í Kína að Filippseyja ætluðu sér að slíta alla viðskipta- og hernaðarsamninga við Bandaríkin. Í sömu ræðu sagðist hann ætla að hitta Vladimir Putin rússlandsforseta til þess að ræða bandalag á milli landanna. Í dag virðist honum þó hafa snúist hugur. „Við ætlum ekki að slíta tengsl okkar við Bandaríkin,“ sagði hann í yfirlýsingu sem hann gaf út frá heimili sínu í borginni Davao. „Það myndi þýða að við ætluðum okkur að slíta öll pólitísk tengsl við landið. Við getum ekki gert það? Hvers vegna ekki? Það væri betra fyrir hagsmuni landsins míns að við viðhöldum samskiptum við þá.“Hugarfarsbreyting fremur en formleg slitDuterte reyndi að útskýra fyrri tilkynningu sína á þann hátt að um hugarfarsbreytingu væri að ræða frekar en pólitíska ákvörðun. „Það sem ég var í raun að segja var að við erum að færast frá þeim í utanríkisstefnu okkar. Hér áður fyrr, þar til ég varð forseti, höfum við alltaf fylgt því sem Bandaríkin hafa ákveðið að gera. Það hefur verið ætlast til þess að Filippseyjar fylgi utanríkisstefnu þeirra í einu og öllu. Það ætla ég ekki að gera.“ Talsmenn Hvíta hússins fögnuðu þessari skilgreiningu Duterte og sögðu hana meira í ætt við sjötíu ára bandalag þjóðanna. Duterte hefur verið mjög harðorður í garð Barack Obama forseta Bandaríkjanna og meðal annars kallað hann „tíkarson“ eftir að hann afboðaði fyrirhugaðan fund þeirra á milli. Duterte baðst síðar afsökunar á þeim orðum sínum. Tengdar fréttir Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Forseti Filippseyja hefur dregið til baka tilkynningu sína frá því á fimmtudag að landið ætlaði sér að slíta öll tengsl við Bandaríkin. Hann lét þau orð falla á meðan hann var í heimsókn í Kína að Filippseyja ætluðu sér að slíta alla viðskipta- og hernaðarsamninga við Bandaríkin. Í sömu ræðu sagðist hann ætla að hitta Vladimir Putin rússlandsforseta til þess að ræða bandalag á milli landanna. Í dag virðist honum þó hafa snúist hugur. „Við ætlum ekki að slíta tengsl okkar við Bandaríkin,“ sagði hann í yfirlýsingu sem hann gaf út frá heimili sínu í borginni Davao. „Það myndi þýða að við ætluðum okkur að slíta öll pólitísk tengsl við landið. Við getum ekki gert það? Hvers vegna ekki? Það væri betra fyrir hagsmuni landsins míns að við viðhöldum samskiptum við þá.“Hugarfarsbreyting fremur en formleg slitDuterte reyndi að útskýra fyrri tilkynningu sína á þann hátt að um hugarfarsbreytingu væri að ræða frekar en pólitíska ákvörðun. „Það sem ég var í raun að segja var að við erum að færast frá þeim í utanríkisstefnu okkar. Hér áður fyrr, þar til ég varð forseti, höfum við alltaf fylgt því sem Bandaríkin hafa ákveðið að gera. Það hefur verið ætlast til þess að Filippseyjar fylgi utanríkisstefnu þeirra í einu og öllu. Það ætla ég ekki að gera.“ Talsmenn Hvíta hússins fögnuðu þessari skilgreiningu Duterte og sögðu hana meira í ætt við sjötíu ára bandalag þjóðanna. Duterte hefur verið mjög harðorður í garð Barack Obama forseta Bandaríkjanna og meðal annars kallað hann „tíkarson“ eftir að hann afboðaði fyrirhugaðan fund þeirra á milli. Duterte baðst síðar afsökunar á þeim orðum sínum.
Tengdar fréttir Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26
Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40