Hækkuðu verð í 10-11 á kvöldin og um helgar 21. júlí 2016 07:00 Verslanir 10-11 sem hafa hækkað verð á kvöldin og um helgar eru í Austurstræti, á Laugavegi og á Barónsstíg. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Viðskipti Þrjár verslanir 10-11 hafa hækkað verð á vörum sínum eftir klukkan átta á kvöldin á virkum dögum og um helgar. Rafrænar verðmerkingar í hillum verslananna breytast á hverjum tíma. Verslanirnar sem um ræðir eru í Austurstræti, á Laugavegi og á Barónsstíg. Verð var hækkað í tveimur síðarnefndu um miðjan júní en í Austurstræti áttu breytingarnar sér stað í lok árs 2014. Þetta staðfestir Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, en hann segir aukið álag og hækkun rekstrarkostnaðar verslana í miðbænum vera ástæðu hækkunarinnar. Umrædd hækkun er að meðaltali átta prósent og var byrjað með að hækka aðeins verð á gosi, sælgæti og tóbaki. Í dag er álagið sett á töluvert fleiri vörur, meðal annars mjólkurvörur, heilsuvörur, niðursuðuvörur, bökunarvörur, barnamat, morgunmat, kaffi, pasta, orkudrykki og ávaxtasafa. Árni segir að það séu ekki áform um að taka kerfið upp í fleiri verslunum eða setja álag á fleiri vöruflokka. Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, segir breytingarnar glataðar. „Í fyrsta lagi finnst mér kurteisi að tilkynna svona breytingar. Það er hins vegar frjáls álagning í landinu og þeir neitendur sem kjósa að versla við okurbúllur versla bara við þær,“ segir Teitur og bætir við að Íslendingar ráði hvar þeir versli. Búðirnar sem um er að ræða eru allar í miðbæ Reykjavíkur og versla ferðamenn því eðlilega mikið við þær. „Svona háttalag mun eyðileggja orðspor Íslands sem ferðamannalands og mun þetta bíta okkur í bakið. Við eigum að vera góðir og sanngjarnir gestgjafar. Það er sorglegt að 10-11 sé einhvern veginn að taka af okkur orðsporið og koma óorði á íslenska verslun og það góða starf sem unnið hefur verið,“ segir Teitur, sem kveður verslunareigendur eiga að standa saman í að koma góðu orðspori á verslun í landinu. nadine@frettabladid.is Árni Pétur Jónsson Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Viðskipti Þrjár verslanir 10-11 hafa hækkað verð á vörum sínum eftir klukkan átta á kvöldin á virkum dögum og um helgar. Rafrænar verðmerkingar í hillum verslananna breytast á hverjum tíma. Verslanirnar sem um ræðir eru í Austurstræti, á Laugavegi og á Barónsstíg. Verð var hækkað í tveimur síðarnefndu um miðjan júní en í Austurstræti áttu breytingarnar sér stað í lok árs 2014. Þetta staðfestir Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, en hann segir aukið álag og hækkun rekstrarkostnaðar verslana í miðbænum vera ástæðu hækkunarinnar. Umrædd hækkun er að meðaltali átta prósent og var byrjað með að hækka aðeins verð á gosi, sælgæti og tóbaki. Í dag er álagið sett á töluvert fleiri vörur, meðal annars mjólkurvörur, heilsuvörur, niðursuðuvörur, bökunarvörur, barnamat, morgunmat, kaffi, pasta, orkudrykki og ávaxtasafa. Árni segir að það séu ekki áform um að taka kerfið upp í fleiri verslunum eða setja álag á fleiri vöruflokka. Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, segir breytingarnar glataðar. „Í fyrsta lagi finnst mér kurteisi að tilkynna svona breytingar. Það er hins vegar frjáls álagning í landinu og þeir neitendur sem kjósa að versla við okurbúllur versla bara við þær,“ segir Teitur og bætir við að Íslendingar ráði hvar þeir versli. Búðirnar sem um er að ræða eru allar í miðbæ Reykjavíkur og versla ferðamenn því eðlilega mikið við þær. „Svona háttalag mun eyðileggja orðspor Íslands sem ferðamannalands og mun þetta bíta okkur í bakið. Við eigum að vera góðir og sanngjarnir gestgjafar. Það er sorglegt að 10-11 sé einhvern veginn að taka af okkur orðsporið og koma óorði á íslenska verslun og það góða starf sem unnið hefur verið,“ segir Teitur, sem kveður verslunareigendur eiga að standa saman í að koma góðu orðspori á verslun í landinu. nadine@frettabladid.is Árni Pétur Jónsson
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira