Enski boltinn

Verðandi 100 milljóna punda maðurinn tekur lífinu með ró og spilar körfubolta | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Romelu Lukaku skorar á Pogba.
Romelu Lukaku skorar á Pogba. mynd/skjáskot
Franski fótboltamaðurinn Paul Pogba verður bráðlega dýrasti leikmaður sögunnar ef marka má fréttir enskra og franskra fjölmiðla. Franska blaðið L'Equipe fullyrti í gærkvöldi að Juventus væri búið að taka 100 milljóna punda tilboði Manchester United í miðjumanninn.

Pogba hóf ferilinn á Old Trafford en fór til Juventus árið 2012 þar sem hann hefur orðið Ítalíumeistari fjögur ár í röð, spilað einu sinni til úrslita í Meistaradeildinni og er orðinn einn af bestu leikmönnum Evrópu. Hann var lykilmaður í franska landsliðinu sem spilaði úrslitaleik EM 2016.

Juventus hafnaði fyrsta tilboði Manchester United sem hljóðaði upp á 85 milljónir punda en það á nú að hafa tekið 100 milljóna punda tilboði enska félagsins sem jafngildir 16 milljörðum íslenskra króna.

Pogba er sjálfur ekki að stressa sig mikið á vistaskiptunum. Hann er staddur í Bandaríkjunum í fríi með vini sínum og framherja Everton, Romelu Lukaku. Í gær tóku þeir því rólega eins og flesta aðra daga vestanhafs og spiluðu körfubolta í blíðunni í Miami.

Franski miðjumaðurinn virðist klárlega vera fjórði leikmaðurinn sem hann vildi fá til félagsins áður en hann gæti verið rólegur. United hefur heldur betur þétt raðirnar með Zlatan Ibrahimovic, Henrik Mkhitaryan og Eric Bailly.


Tengdar fréttir

NBA-leikmaður skilur ekkert í Paul Pogba

Paul Pogba verður fljótlega kynntur sem nýr leikmaður Manchester United en enska félagið mun þá gera hann að dýrasta leikmanni heims samkvæmt erlendum fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×