Innlent

Íri en ekki Íslendingur sem særðist í Istanbúl

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá vettvangi árásarinnar.
Frá vettvangi árásarinnar. Vísir/EPA
Tyrknesk stjórnvöld hafa nú staðfest að það var ekki íslenskur ríkisborgari sem særðist í sprengjuárásinni í Istanbúl í gær. Sá sem um ræðir reyndist vera írskur ríkisborgari.

Þetta segir í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneytinu rétt í þessu. Tyrknesk stjórnvöld veittu utanríkisráðuneytinu þær upplýsingar í gær að Íslendingur hefði verið meðal þeirra 36 sem særðust í sjálfsmorðsárás í tyrknesku höfuðborginni. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins gat þó ekki fengið það staðfest í gær.

Minnst fjórir létu lífið í árásinni. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni, sem er fjórða hryðjuverkaárásin í Tyrklandi á þessu ári og sú sjötta frá því í júlí.


Tengdar fréttir

Óstaðfest að Íslendingur hafi særst

Tyrknesk stjórnvöld sögðu svo vera en borgaraþjónusta Utanríkisráðuneytisins hefur ekki staðfest það þrátt fyrir miklar eftirgrennslanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×