Ljóðakvöld á Norðurbakkanum Magnús Guðmundsson skrifar 14. desember 2016 11:00 Kristian Guttesen ljóðskáld verður á meðal skáldana sem lesa upp í Hafnarfirði í kvöld. Visir/Pjetur Það er víða lesið úr nýjum bókum þessa dagana og bókakaffið á Norðurbakkanum lætur ekki sitt eftir liggja. Þar verður haldið ljóðakvöld í kvöld klukkan átta og þangað mæta Þorsteinn frá Hamri, Sunna Ross, Sigurbjörg Þrastardóttir og Kristian Guttesen og lesa úr verkum sínum. Þorsteinn frá Hamri er á meðal þekktustu skálda þjóðarinnar en fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1958. Þorsteinn hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir skáldskap sinn en nú í haust sendi hann frá sér ljóðabókina Núna sem hefur hlotið afar góðar viðtökur. Sunna Ross er ungt skáld og myndlistarkona frá Eiðum. Nýverið birtust nokkur ljóð eftir hana í safninu Bók sem allir myndu lesa– ljóð ungra austfirskra höfunda, sem Félag ljóðaunnenda á Austurlandi gaf út í tilefni af tuttugu ára afmæli félagsins. Sigurbjörg Þrastardóttir er fædd á Akranesi. Fyrsta bók hennar, ljóðabókin Blálogaland, kom út árið 1999 en síðan hefur hún á víxl sent frá sér ljóðabækur, skáldsögur og leikverk. Nú í haust sendi Sigurbjörg frá sér örsögur undir undir titlinum Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur. Kristian Guttesen er fæddur í Danmörku þar sem hann ólst upp fyrstu ár ævi sinnar. Hann hefur búið á Íslandi frá 1985, en dvaldi við nám í Wales frá 1995 til 1999. Fyrsta bók Kristians, Afturgöngur, kom út árið 1995, en alls hefur hann gefið út tíu frumortar ljóðabækur. Kynnir kvöldsins verður Birgitta Jónsdóttir. Njótum aðventunnar saman.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. desember. Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Það er víða lesið úr nýjum bókum þessa dagana og bókakaffið á Norðurbakkanum lætur ekki sitt eftir liggja. Þar verður haldið ljóðakvöld í kvöld klukkan átta og þangað mæta Þorsteinn frá Hamri, Sunna Ross, Sigurbjörg Þrastardóttir og Kristian Guttesen og lesa úr verkum sínum. Þorsteinn frá Hamri er á meðal þekktustu skálda þjóðarinnar en fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1958. Þorsteinn hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir skáldskap sinn en nú í haust sendi hann frá sér ljóðabókina Núna sem hefur hlotið afar góðar viðtökur. Sunna Ross er ungt skáld og myndlistarkona frá Eiðum. Nýverið birtust nokkur ljóð eftir hana í safninu Bók sem allir myndu lesa– ljóð ungra austfirskra höfunda, sem Félag ljóðaunnenda á Austurlandi gaf út í tilefni af tuttugu ára afmæli félagsins. Sigurbjörg Þrastardóttir er fædd á Akranesi. Fyrsta bók hennar, ljóðabókin Blálogaland, kom út árið 1999 en síðan hefur hún á víxl sent frá sér ljóðabækur, skáldsögur og leikverk. Nú í haust sendi Sigurbjörg frá sér örsögur undir undir titlinum Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur. Kristian Guttesen er fæddur í Danmörku þar sem hann ólst upp fyrstu ár ævi sinnar. Hann hefur búið á Íslandi frá 1985, en dvaldi við nám í Wales frá 1995 til 1999. Fyrsta bók Kristians, Afturgöngur, kom út árið 1995, en alls hefur hann gefið út tíu frumortar ljóðabækur. Kynnir kvöldsins verður Birgitta Jónsdóttir. Njótum aðventunnar saman.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. desember.
Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira