Ítalir kljást um að verða næsti forseti Evrópuþingsins Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2016 10:00 Antonio Tajani og Gianni Pittella. Vísir/AFP Flest bendir til að næsti forseti Evrópuþingsins verði Ítali eftir að þinghópur kristilegra demókrata (EPP) kom sér saman um frambjóðanda. EPP hefur tilnefnt Antonio Tajani úr flokknum Forza Italia til að taka við forsetaembættinu af Þjóðverjanum Martin Schultz sem lætur af embætti um áramót. Jafnaðarmaðurinn Schultz hyggst snúa aftur í þýsku landsmálin en þingkosningar fara þar fram á næsta ári. Kosið verður um nýjan forseta Evrópuþingsins í janúar. Forza Italia er flokkur sem fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, átti þátt í að stofna og var Tajani um tíma talsmaður Berlusconi í fyrstu forsætisráðherratíð hans á tíunda áratugnum. Tajani átti sæti í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrir hönd Ítalíu á árinum 2010 til 2014 þar sem hann fór málefni iðnaðarmála. Í frétt Aftonbladet kemur fram að þetta hafi leitt til spurninga hvort hann hafi vitað um útblásturssvindl Volkswagen, löngu áður en upp komst um málið á síðasta ári. Jafnaðarmenn á Evrópuþinginu höfðu áður sameinast um samlanda Tajani, Gianni Pittella, sem hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá 1999. Frjálslyndir demókratar hafa tilnefnt Guy Verhofstadt, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, og Íhaldsmenn á Evrópuþinginu (ECR), sem eru efasemdarmenn þegar kemur að Evrópusamrunanum, hina belgísku Helgu Stevens. Þingmenn þinghóps EPP eru 214 talsins, þingmenn þinghóps Jafnaðarmanna 189, Frjálslyndra demókrata 69, Íhaldsmanna 74 og annarra hópa samtals 205. Tengdar fréttir Schultz snýr aftur í þýsk stjórnmál Forseti Evrópuþingsins, Martin Schultz, hyggst ekki bjóða sig fram til endurkjörs í næstu kosningum til Evrópuþingsins. 24. nóvember 2016 09:49 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Sjá meira
Flest bendir til að næsti forseti Evrópuþingsins verði Ítali eftir að þinghópur kristilegra demókrata (EPP) kom sér saman um frambjóðanda. EPP hefur tilnefnt Antonio Tajani úr flokknum Forza Italia til að taka við forsetaembættinu af Þjóðverjanum Martin Schultz sem lætur af embætti um áramót. Jafnaðarmaðurinn Schultz hyggst snúa aftur í þýsku landsmálin en þingkosningar fara þar fram á næsta ári. Kosið verður um nýjan forseta Evrópuþingsins í janúar. Forza Italia er flokkur sem fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, átti þátt í að stofna og var Tajani um tíma talsmaður Berlusconi í fyrstu forsætisráðherratíð hans á tíunda áratugnum. Tajani átti sæti í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrir hönd Ítalíu á árinum 2010 til 2014 þar sem hann fór málefni iðnaðarmála. Í frétt Aftonbladet kemur fram að þetta hafi leitt til spurninga hvort hann hafi vitað um útblásturssvindl Volkswagen, löngu áður en upp komst um málið á síðasta ári. Jafnaðarmenn á Evrópuþinginu höfðu áður sameinast um samlanda Tajani, Gianni Pittella, sem hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá 1999. Frjálslyndir demókratar hafa tilnefnt Guy Verhofstadt, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, og Íhaldsmenn á Evrópuþinginu (ECR), sem eru efasemdarmenn þegar kemur að Evrópusamrunanum, hina belgísku Helgu Stevens. Þingmenn þinghóps EPP eru 214 talsins, þingmenn þinghóps Jafnaðarmanna 189, Frjálslyndra demókrata 69, Íhaldsmanna 74 og annarra hópa samtals 205.
Tengdar fréttir Schultz snýr aftur í þýsk stjórnmál Forseti Evrópuþingsins, Martin Schultz, hyggst ekki bjóða sig fram til endurkjörs í næstu kosningum til Evrópuþingsins. 24. nóvember 2016 09:49 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Sjá meira
Schultz snýr aftur í þýsk stjórnmál Forseti Evrópuþingsins, Martin Schultz, hyggst ekki bjóða sig fram til endurkjörs í næstu kosningum til Evrópuþingsins. 24. nóvember 2016 09:49