Tvö banaslys rakin til farsímanotkunar á Íslandi síðan 1998 Birgir Örn Steinarsson skrifar 24. apríl 2016 09:00 Ökumenn eru ekki spurðir hvort farsími hafi komið við sögu eftir að slys á sér stað. Vísir/Vilhelm Aðeins má rekja sex umferðaslys á höfuðborgarsvæðinu beint til farsímanotkunar síðan í byrjun árs 2010 til dagsins í dag. Á sama tímabili má rekja 16 umferðaróhöpp til farsímanotkunar en þar urðu engin slys á fólki. Þetta kemur fram í skýrslu sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði fyrir fréttastofu Vísis. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn bendir á að þessar upplýsingar eru unnar úr þeim tilvikum þar sem tilkynnt var sérstaklega að athygli ökumanns hefði beinst að farsíma áður en slysið varð. „Fólk er oftast ekki spurt að hverju athygli þeirra beindist áður en slysið átti sér stað og fæstir tilkynna lögreglu að þeir hafi verið í símanum ef svo var,“ segir Ómar Smári og telur því að þessar tölur gefi ekki rétta mynd af stöðunni. Skráð eru um 400 umferðaslys á ári á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali síðan 2010. Um 600 ökumenn að meðaltali eru sektaðir af lögreglu fyrir farsímanotkun bakvið stýri án handfrjálsrar búnaðar á ári hverju. Í dag er sektin 5000 kr. en sektarreglugerðin er í endurskoðun og búast má við því að hún verði hækkuð gífurlega innan skamms.Um 600 bílstjórar eru sektaðir að meðaltali á ári fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar.Vísir/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuEkki algeng orsök banaslysaRannsóknarnefnd samgönguslysa hefur aðeins náð að rekja 2 banaslys á Íslandi til notkunar farsíma frá árinu 1998. Tekið er fram að oft getur reynst erfitt að skera úr um hvort slys megi rekja til farsímanotkunar þegar kemur að banaslysum. Þegar grunur liggur á að svo sé eru símaskýrslur viðkomandi ökumanns skoðaðar. „Þetta er ekki algeng orsök banaslysa í umferðinni,“ segir Ágúst Mogensen hjá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sem hefur síðastliðin ár rannsakað banaslys í umferðinni á landsvísu. „Okkur grunar nú að það séu fleiri slys sem minni meiðsl verða þar sem fólk er annað hvort að tala í síma eða hefur verið á einhvers konar samskiptamiðlum í símanum sínum þegar slysið varð en svo bara ekki gefið upp.“ Fyrir nokkrum árum framkvæmdi nefndin rannsókn á útafakstri og þar kom í ljós að rekja mætti óhöpp til farsímanotkunar. „Við höfum vissulega áhyggjur af þessu því við vitum að viðbragðstími lengist til muna þegar fólk er að nota símana sína. Fólk er að líta af veginum í nokkrar sekúndur í senn og fara jafnvel tugi metra á meðan.“ Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Aðeins má rekja sex umferðaslys á höfuðborgarsvæðinu beint til farsímanotkunar síðan í byrjun árs 2010 til dagsins í dag. Á sama tímabili má rekja 16 umferðaróhöpp til farsímanotkunar en þar urðu engin slys á fólki. Þetta kemur fram í skýrslu sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði fyrir fréttastofu Vísis. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn bendir á að þessar upplýsingar eru unnar úr þeim tilvikum þar sem tilkynnt var sérstaklega að athygli ökumanns hefði beinst að farsíma áður en slysið varð. „Fólk er oftast ekki spurt að hverju athygli þeirra beindist áður en slysið átti sér stað og fæstir tilkynna lögreglu að þeir hafi verið í símanum ef svo var,“ segir Ómar Smári og telur því að þessar tölur gefi ekki rétta mynd af stöðunni. Skráð eru um 400 umferðaslys á ári á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali síðan 2010. Um 600 ökumenn að meðaltali eru sektaðir af lögreglu fyrir farsímanotkun bakvið stýri án handfrjálsrar búnaðar á ári hverju. Í dag er sektin 5000 kr. en sektarreglugerðin er í endurskoðun og búast má við því að hún verði hækkuð gífurlega innan skamms.Um 600 bílstjórar eru sektaðir að meðaltali á ári fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar.Vísir/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuEkki algeng orsök banaslysaRannsóknarnefnd samgönguslysa hefur aðeins náð að rekja 2 banaslys á Íslandi til notkunar farsíma frá árinu 1998. Tekið er fram að oft getur reynst erfitt að skera úr um hvort slys megi rekja til farsímanotkunar þegar kemur að banaslysum. Þegar grunur liggur á að svo sé eru símaskýrslur viðkomandi ökumanns skoðaðar. „Þetta er ekki algeng orsök banaslysa í umferðinni,“ segir Ágúst Mogensen hjá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sem hefur síðastliðin ár rannsakað banaslys í umferðinni á landsvísu. „Okkur grunar nú að það séu fleiri slys sem minni meiðsl verða þar sem fólk er annað hvort að tala í síma eða hefur verið á einhvers konar samskiptamiðlum í símanum sínum þegar slysið varð en svo bara ekki gefið upp.“ Fyrir nokkrum árum framkvæmdi nefndin rannsókn á útafakstri og þar kom í ljós að rekja mætti óhöpp til farsímanotkunar. „Við höfum vissulega áhyggjur af þessu því við vitum að viðbragðstími lengist til muna þegar fólk er að nota símana sína. Fólk er að líta af veginum í nokkrar sekúndur í senn og fara jafnvel tugi metra á meðan.“
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira