Enski boltinn

Mkhitaryan missir væntanlega af Manchester-slagnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mkhitaryan á enn eftir að byrja leik fyrir Manchester Unitedd.
Mkhitaryan á enn eftir að byrja leik fyrir Manchester Unitedd. vísir/getty
Henrikh Mkhitaryan missir að öllum líkindum af Manchester-slagnum eftir viku vegna meiðsla á læri.

Mkhitaryan meiddist þegar Armenar töpuðu 0-3 fyrir Tékkum í vináttulandsleik á miðvikudaginn.

Mkhitaryan er nú kominn aftur til Manchester þar sem hann verður í meðhöndlun hjá læknateymi Manchester United.

Búist er við því að Mkhitaryan verði frá í 10 daga sem útilokar hann frá þátttöku í Manchester-slagnum um næstu helgi. Mkhitaryan missir einnig af leik Armena og Dana í undankeppni HM 2018 á morgun.

Hinn 27 ára gamli Mkhitaryan hefur komið inn á sem varamaður í öllum þremur leikjum United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hann kom til enska liðsins frá Borussia Dortmund í sumar.


Tengdar fréttir

Agüero í þriggja leikja bann

Sergio Agüero, framherji Manchester City, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að gefa Winston Ried, varnarmanni West Ham United, olnbogaskot í leik liðanna um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×