Enski boltinn

Moyes nær í gamlan lærisvein

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anichebe tókst ekki að skora í 10 deildarleikjum á síðasta tímabili.
Anichebe tókst ekki að skora í 10 deildarleikjum á síðasta tímabili. vísir/getty
Sunderland hefur samið við nígeríska framherjann Victor Anichebe um að leika með liðinu út tímabilið.

Anichebe hafði verið án félags síðan West Brom lét hann fara í lok maí. En nú er hann búinn að finna sér nýjan samanstað.

David Moyes, knattspyrnustjóri Sunderland, þekkir vel til Anichebe en hann þjálfaði hann hjá Everton á sínum tíma.

Anichebe, sem er 28 ára, hefur alls leikið 186 leiki í ensku úrvalsdeildinni og skorað 24 mörk.

Hann gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Sunderland þegar liðið tekur á móti Everton mánudaginn 12. september.


Tengdar fréttir

Messan: Ömurleg aukaspyrna Fabios Borini

Fabio Borini, leikmaður Sunderland, tók athyglisverða aukaspyrnu í leiknum gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×