Enski boltinn

Chelsea stefnir á fjórða sigurinn í röð | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea taka á móti Chelsea í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag en Chelsea stefnir á að jafna Manchester City á toppi deildarinnar með sigri í Wales.

Takist þeim bláklæddu að taka þrjú stig heim til London kemst Antonio Conte, knattspyrnuþjálfari Chelsea, í flokk þjálfara Chelsea sem hafa unnið fyrstu fjóra deildarleiki sína með félaginu með Jose Mourinho, Carlo Ancelotti og Guus Hiddink.

Þá gæti það reynst góður fyrirboði ef Chelsea tekst að taka stigin þrjú í dag en í öll þau skipti sem Chelsea hefur hampað enska titlinum hefur liðið unnið fyrstu fjóra leiki tímabilsins.

Swansea tókst loksins að sigra Chelsea á heimavelli á síðasta tímabili en fram að því höfðu liðin leikið tólf leiki án sigurs Swansea. Gylfi Þór skoraði eina mark leiksins þann daginn.

Ef heimamenn ætla sér þrjú stig þurfa þeir að hafa góðar gætur á Diego Costa sem hefur verið funheitur undanfarið.

Hefur hann átt þátt í marki í síðustu fimm leikjum Chelsea en hann hefur alls skorað fimm mörk gegn Swansea á tveimur tímabilum.

Leikur Swansea og Chelsea er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Sport 2 HD í dag en útsending hefst 14:50.


Tengdar fréttir

Gylfi á skotskónum í jafntefli gegn Chelsea

Gylfi Þór kom Swansea aftur inn í leikinn í í 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta var fyrsta jafntefli Chelsea í vetur eftir þrjá sigurleiki í röð í upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×