Guardiola hafði betur í fyrsta nágrannaslagnum | Sjáðu öll mörk gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2016 11:00 De Bruyne fagnar marki sínu í nágrannaslagnum en hann átti frábæran dag. Vísir/Getty Háværu nágrannarnir í Manchester City tóku stigin þrjú á Old Trafford gegn Manchester United í stórleik gærdagsins í enska boltanum með 2-1 sigri en þetta var fyrsta tap Manchester United undir stjórn Jose Mourinho. City-menn eru því áfram með fullt hús stiga en Chelsea getur komist upp að hlið þeirra með sigri gegn Swansea í dag. Kevin De Bruyne fór á kostum í liði City-manna í gær en hann skoraði fyrra mark liðsins en seinna mark liðsins kom þegar frákastið af skoti De Bruyne hafnaði fyrir fótum Kelechi Iheanacho. Zlatan Ibrahimovic náði að minnka muninn fyrir heimamenn eftir mistök Claudio Bravo í marki City-manna en lengra komust þeir ekki. Alls fóru átta leikir fram í gær en Jóhann Berg Guðmundsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Burnley í svekkjandi 1-1 jafntefli gegn Hull. Jóhann lék 76. mínútur í leiknum en Hull nældi í stig með jöfnunarmarki Robert Snodgrass á 94. mínútu. Skytturnar þurftu heldur betur að hafa fyrir sigri á Southampton á heimavelli en eftir að hafa lent undir snemma leiks náði Arsenal að knýja fram sigurinn úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Watford vann fyrsta sigur tímabilsins með ótrúlegum hætti eftir að hafa lent 0-2 undir á Ólympíuvellinum í London en tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks hleyptu liðinu aftur inn í leikinn. Son Heung-Min kom Tottenham yfir með tveimur mörkum áður en ensku landsliðsmennirnir Dele Alli og Kane bættu við þriðja og fjórða marki Tottenham. Fyrsti sigur vetrarins leit dagsins ljós hjá bæði Bournemouth og Crystal Palace í gær en í sigri Crystal Palace komst Christian Benteke á blað með fyrsta marki sínu fyrir félagið eftir félagsskipti frá Liverpool í sumar. Í lokaleik dagsins bauð Liverpool upp á flugeldasýningu í fyrsta heimaleik tímabilsins gegn Leicester en leiknum lauk með sannfærandi 4-1 sigri heimamanna. Chelsea getur komist upp að hlið Manchester City með sigri gegn Swansea klukkan 15:00 í dag. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar ætla sér eflaust að endurtaka leikinn frá því í fyrra þegar Gylfi skoraði sigurmarkið.Samantekt úr leikjum gærdagsins: Manchester United 1-2 Manchester City: Arsenal 2-1 Bournemouth: Bournemouth 1-0 West Bromwich Albion: Burnley 1-1 Hull: Middlesborough 1-2 Crystal Palace: West Ham 2-4 Watford: Stoke 0-4 Tottenham: Liverpool 4-1 Leicester: Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool-menn blésu til sýningar í fyrsta heimaleik tímabilsins Liverpool vann öruggan 4-1 sigur á Englandsmeisturum Leicester City í fyrsta heimaleik tímabilsins en það voru Roberto Firminho, Sadio Mane og Adam Lallana sem sáu um markaskorunina fyrir þá rauðklæddu. 10. september 2016 18:15 Fyrsta tap Mourinho kom í nágrannslagnum Fyrsta tap Jose Mourinho sem knattspyrnustjóri Manchester United kom í nágrannaslagnum gegn Manchester City en á sama tíma heldur fullkomin byrjun Pep Guardiola sem knattspyrnustjóri Manchester City áfram. 10. september 2016 13:30 Kane braut ísinn í stórsigri Tottenham Harry Kane komst á blað í öruggum 4-0 sigri Tottenham á Stoke á bet365-vellinum í dag en með sigrinum lyfti Tottenham sér upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í bili. 10. september 2016 15:45 Cazorla hetjan er Arsenal slapp með skrekkinn á heimavelli Santi Cazorla var hetja Arsenal-manna í naumum 2-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag en Cazorla skoraði sigurmarkið af vítapunktinum í uppbótartíma. 10. september 2016 16:00 Watford með ótrúlega endurkomu á Ólympíuvellinum | Öll úrslit dagsins Watford fagnaði fyrsta sigri vetrarins í ótrúlegum 4-2 sigri á West Ham á Ólympíuvellinum í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag eftir að hafa lent 0-2 undir. 10. september 2016 16:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira
Háværu nágrannarnir í Manchester City tóku stigin þrjú á Old Trafford gegn Manchester United í stórleik gærdagsins í enska boltanum með 2-1 sigri en þetta var fyrsta tap Manchester United undir stjórn Jose Mourinho. City-menn eru því áfram með fullt hús stiga en Chelsea getur komist upp að hlið þeirra með sigri gegn Swansea í dag. Kevin De Bruyne fór á kostum í liði City-manna í gær en hann skoraði fyrra mark liðsins en seinna mark liðsins kom þegar frákastið af skoti De Bruyne hafnaði fyrir fótum Kelechi Iheanacho. Zlatan Ibrahimovic náði að minnka muninn fyrir heimamenn eftir mistök Claudio Bravo í marki City-manna en lengra komust þeir ekki. Alls fóru átta leikir fram í gær en Jóhann Berg Guðmundsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Burnley í svekkjandi 1-1 jafntefli gegn Hull. Jóhann lék 76. mínútur í leiknum en Hull nældi í stig með jöfnunarmarki Robert Snodgrass á 94. mínútu. Skytturnar þurftu heldur betur að hafa fyrir sigri á Southampton á heimavelli en eftir að hafa lent undir snemma leiks náði Arsenal að knýja fram sigurinn úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Watford vann fyrsta sigur tímabilsins með ótrúlegum hætti eftir að hafa lent 0-2 undir á Ólympíuvellinum í London en tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks hleyptu liðinu aftur inn í leikinn. Son Heung-Min kom Tottenham yfir með tveimur mörkum áður en ensku landsliðsmennirnir Dele Alli og Kane bættu við þriðja og fjórða marki Tottenham. Fyrsti sigur vetrarins leit dagsins ljós hjá bæði Bournemouth og Crystal Palace í gær en í sigri Crystal Palace komst Christian Benteke á blað með fyrsta marki sínu fyrir félagið eftir félagsskipti frá Liverpool í sumar. Í lokaleik dagsins bauð Liverpool upp á flugeldasýningu í fyrsta heimaleik tímabilsins gegn Leicester en leiknum lauk með sannfærandi 4-1 sigri heimamanna. Chelsea getur komist upp að hlið Manchester City með sigri gegn Swansea klukkan 15:00 í dag. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar ætla sér eflaust að endurtaka leikinn frá því í fyrra þegar Gylfi skoraði sigurmarkið.Samantekt úr leikjum gærdagsins: Manchester United 1-2 Manchester City: Arsenal 2-1 Bournemouth: Bournemouth 1-0 West Bromwich Albion: Burnley 1-1 Hull: Middlesborough 1-2 Crystal Palace: West Ham 2-4 Watford: Stoke 0-4 Tottenham: Liverpool 4-1 Leicester:
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool-menn blésu til sýningar í fyrsta heimaleik tímabilsins Liverpool vann öruggan 4-1 sigur á Englandsmeisturum Leicester City í fyrsta heimaleik tímabilsins en það voru Roberto Firminho, Sadio Mane og Adam Lallana sem sáu um markaskorunina fyrir þá rauðklæddu. 10. september 2016 18:15 Fyrsta tap Mourinho kom í nágrannslagnum Fyrsta tap Jose Mourinho sem knattspyrnustjóri Manchester United kom í nágrannaslagnum gegn Manchester City en á sama tíma heldur fullkomin byrjun Pep Guardiola sem knattspyrnustjóri Manchester City áfram. 10. september 2016 13:30 Kane braut ísinn í stórsigri Tottenham Harry Kane komst á blað í öruggum 4-0 sigri Tottenham á Stoke á bet365-vellinum í dag en með sigrinum lyfti Tottenham sér upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í bili. 10. september 2016 15:45 Cazorla hetjan er Arsenal slapp með skrekkinn á heimavelli Santi Cazorla var hetja Arsenal-manna í naumum 2-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag en Cazorla skoraði sigurmarkið af vítapunktinum í uppbótartíma. 10. september 2016 16:00 Watford með ótrúlega endurkomu á Ólympíuvellinum | Öll úrslit dagsins Watford fagnaði fyrsta sigri vetrarins í ótrúlegum 4-2 sigri á West Ham á Ólympíuvellinum í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag eftir að hafa lent 0-2 undir. 10. september 2016 16:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira
Liverpool-menn blésu til sýningar í fyrsta heimaleik tímabilsins Liverpool vann öruggan 4-1 sigur á Englandsmeisturum Leicester City í fyrsta heimaleik tímabilsins en það voru Roberto Firminho, Sadio Mane og Adam Lallana sem sáu um markaskorunina fyrir þá rauðklæddu. 10. september 2016 18:15
Fyrsta tap Mourinho kom í nágrannslagnum Fyrsta tap Jose Mourinho sem knattspyrnustjóri Manchester United kom í nágrannaslagnum gegn Manchester City en á sama tíma heldur fullkomin byrjun Pep Guardiola sem knattspyrnustjóri Manchester City áfram. 10. september 2016 13:30
Kane braut ísinn í stórsigri Tottenham Harry Kane komst á blað í öruggum 4-0 sigri Tottenham á Stoke á bet365-vellinum í dag en með sigrinum lyfti Tottenham sér upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í bili. 10. september 2016 15:45
Cazorla hetjan er Arsenal slapp með skrekkinn á heimavelli Santi Cazorla var hetja Arsenal-manna í naumum 2-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag en Cazorla skoraði sigurmarkið af vítapunktinum í uppbótartíma. 10. september 2016 16:00
Watford með ótrúlega endurkomu á Ólympíuvellinum | Öll úrslit dagsins Watford fagnaði fyrsta sigri vetrarins í ótrúlegum 4-2 sigri á West Ham á Ólympíuvellinum í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag eftir að hafa lent 0-2 undir. 10. september 2016 16:00