Sögulegur dagur í Kólumbíu: Samið um frið við FARC Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 23:27 Það var grátið af gleði á götum Bogotá höfuðborgar Kólumbíu í kvöld eftir að ljóst var að friðarsamningurinn var í höfn. vísir/getty Blað var brotið í sögu Kólumbíu í dag þegar ríkisstjórn landsins undirritaði friðarsamning við skæruliðasamtökin FARC en þau hafa staðið fyrir skæruliðahernaði í yfir hálfa öld. Friðarviðræður milli samtakanna og ríkisstjórnarinnar hafa staðið yfir í Havana, höfuðborg Kúbu, frá 2012. Í júní síðastliðnum samþykktu báðir aðilar að leggja niður vopn og nú er formlegur friðarsamningur loksins í höfn en hann var kynntur klukkan sex að staðartíma í Kólumbíu í kvöld. Frá honum var þó greint á samfélagsmiðlum nokkuð fyrr auk þess sem forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hafði gefið það sterklega til kynna að dagurinn gæti orðið sögulegur. „Það er ekkert pláss fyrir sigurvegara eða taplið þegar maður nær fram friðarsamningum. Kólumbía vinnur, dauðinn tapar,“ sagði Rodrigo Granda samningamaður FARC á Twitter fyrr í kvöld.Stórt skref í friðarviðræðunum var stigið í júní síðastliðnum þegar báðir aðilar samþykktu að leggja niður vopn.vísir/gettySamningurinn felur í sér að FARC-liðar munu koma sér fyrir á 23 fyrirfram ákveðnum stöðum hér og þar um landið. Þar munu þeir smám saman afhenda vopn sín til fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á sex mánaða tímabili og óvopnuð munu samtökin geta tekið þátt í stjórnmálalífi Kólumbíu. Með undirritun samningsins í kvöld öðlast hann þó ekki fullt gildi heldur þurfa meðlimir FARC, sem eru á milli sex og sjö þúsund, að samþykkja hann á landsþingi sínu. Þá fer samningurinn einnig í þjóðaratkvæðagreiðslu í Kólumbíu, og í samningnum er eitt ákvæði sem mörgum Kólumbíumönnum þykir erfitt að samþykkja. Settur verður upp sérstakur dómstóll þar sem réttað verður yfir FARC-liðum og munu þeir geta sloppið við fangelsisvist játi þeir glæpa sína fyrir rétti. Það má því búast við að hart verði tekist á um samninginn á næstu vikum en Alvaro Uribe fyrrverandi forseti landsins fer fyrir þeim sem vilja hafna samningnum. Búist er við að þjóðaratkvæðagreiðslan verði í september eða október. Talið er að meira en 220.000 manns hafi látist í átökum FARC við kólumbísk yfirvöld og um 45 þúsund manns horfið. Meirihluti þeirra sem látið hafa lífið eru óbreyttir borgarar. Þá hafa um sex milljónir manna neyðst til að leggja á flótta vegna átakanna. Um er að ræða lengstu átök sem geisað hafa í nokkru landi Rómönsku-Ameríku. FARC var stofnað árið 1964 sem hernaðararmur kommúnistaflokksins í Kólumbíu, eftir að kólumbíski herinn réðst á landsvæði kommúnista í sveitum landsins. Þær árásir komu í kjölfar 10 ára borgarastríðs í landinu, sem kallað hefur verið La Violencia, og stóð frá 1948-1958. Tengdar fréttir Opinskár fundur á Kúbu Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi mannréttindamál við Raul Castro, forseta Kúbu, í gær. Meirihluti Bandaríkjamanna styður bætt samskipti ríkjanna. 22. mars 2016 07:00 Kólumbíski herinn hættir árásum á skæruliða FARC Ákveðið var að hætta árásunum þar sem skæruliðahópurinn hefur staðið við einhliða vopnahlé sitt sem lýst var yfir þann 18. desember síðastliðinn. 11. mars 2015 23:28 Kólumbíustjórn og Farc-liðar samþykkja að leggja niður vopn Friðarviðræður deiluaðila hafa staðið yfir í kúbönsku höfuðborginni Havana síðastliðin þrjú ár. 22. júní 2016 23:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Blað var brotið í sögu Kólumbíu í dag þegar ríkisstjórn landsins undirritaði friðarsamning við skæruliðasamtökin FARC en þau hafa staðið fyrir skæruliðahernaði í yfir hálfa öld. Friðarviðræður milli samtakanna og ríkisstjórnarinnar hafa staðið yfir í Havana, höfuðborg Kúbu, frá 2012. Í júní síðastliðnum samþykktu báðir aðilar að leggja niður vopn og nú er formlegur friðarsamningur loksins í höfn en hann var kynntur klukkan sex að staðartíma í Kólumbíu í kvöld. Frá honum var þó greint á samfélagsmiðlum nokkuð fyrr auk þess sem forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hafði gefið það sterklega til kynna að dagurinn gæti orðið sögulegur. „Það er ekkert pláss fyrir sigurvegara eða taplið þegar maður nær fram friðarsamningum. Kólumbía vinnur, dauðinn tapar,“ sagði Rodrigo Granda samningamaður FARC á Twitter fyrr í kvöld.Stórt skref í friðarviðræðunum var stigið í júní síðastliðnum þegar báðir aðilar samþykktu að leggja niður vopn.vísir/gettySamningurinn felur í sér að FARC-liðar munu koma sér fyrir á 23 fyrirfram ákveðnum stöðum hér og þar um landið. Þar munu þeir smám saman afhenda vopn sín til fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á sex mánaða tímabili og óvopnuð munu samtökin geta tekið þátt í stjórnmálalífi Kólumbíu. Með undirritun samningsins í kvöld öðlast hann þó ekki fullt gildi heldur þurfa meðlimir FARC, sem eru á milli sex og sjö þúsund, að samþykkja hann á landsþingi sínu. Þá fer samningurinn einnig í þjóðaratkvæðagreiðslu í Kólumbíu, og í samningnum er eitt ákvæði sem mörgum Kólumbíumönnum þykir erfitt að samþykkja. Settur verður upp sérstakur dómstóll þar sem réttað verður yfir FARC-liðum og munu þeir geta sloppið við fangelsisvist játi þeir glæpa sína fyrir rétti. Það má því búast við að hart verði tekist á um samninginn á næstu vikum en Alvaro Uribe fyrrverandi forseti landsins fer fyrir þeim sem vilja hafna samningnum. Búist er við að þjóðaratkvæðagreiðslan verði í september eða október. Talið er að meira en 220.000 manns hafi látist í átökum FARC við kólumbísk yfirvöld og um 45 þúsund manns horfið. Meirihluti þeirra sem látið hafa lífið eru óbreyttir borgarar. Þá hafa um sex milljónir manna neyðst til að leggja á flótta vegna átakanna. Um er að ræða lengstu átök sem geisað hafa í nokkru landi Rómönsku-Ameríku. FARC var stofnað árið 1964 sem hernaðararmur kommúnistaflokksins í Kólumbíu, eftir að kólumbíski herinn réðst á landsvæði kommúnista í sveitum landsins. Þær árásir komu í kjölfar 10 ára borgarastríðs í landinu, sem kallað hefur verið La Violencia, og stóð frá 1948-1958.
Tengdar fréttir Opinskár fundur á Kúbu Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi mannréttindamál við Raul Castro, forseta Kúbu, í gær. Meirihluti Bandaríkjamanna styður bætt samskipti ríkjanna. 22. mars 2016 07:00 Kólumbíski herinn hættir árásum á skæruliða FARC Ákveðið var að hætta árásunum þar sem skæruliðahópurinn hefur staðið við einhliða vopnahlé sitt sem lýst var yfir þann 18. desember síðastliðinn. 11. mars 2015 23:28 Kólumbíustjórn og Farc-liðar samþykkja að leggja niður vopn Friðarviðræður deiluaðila hafa staðið yfir í kúbönsku höfuðborginni Havana síðastliðin þrjú ár. 22. júní 2016 23:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Opinskár fundur á Kúbu Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi mannréttindamál við Raul Castro, forseta Kúbu, í gær. Meirihluti Bandaríkjamanna styður bætt samskipti ríkjanna. 22. mars 2016 07:00
Kólumbíski herinn hættir árásum á skæruliða FARC Ákveðið var að hætta árásunum þar sem skæruliðahópurinn hefur staðið við einhliða vopnahlé sitt sem lýst var yfir þann 18. desember síðastliðinn. 11. mars 2015 23:28
Kólumbíustjórn og Farc-liðar samþykkja að leggja niður vopn Friðarviðræður deiluaðila hafa staðið yfir í kúbönsku höfuðborginni Havana síðastliðin þrjú ár. 22. júní 2016 23:30