Hendurnar hans Ásmundar hafa mótað margt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. apríl 2016 09:15 „Ásmundur leit á nútímalist sem verkfæri til að endurskoða samfélagið á hverjum tíma; hreyfiafl til að brjóta upp þær fastmótuðu hugmyndir sem við höfum um það hvernig hlutirnir eigi að vera,“ segir Elín. Vísir/Anton Brink Þetta eru allt ný verk,“ segir Elín Hansdóttir myndlistarmaður stödd í Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík. Þar verður sýning hennar Uppbrot opnuð klukkan 16 í dag með skúlptúr, vídeói, málverkum, ljósmyndum og prenti. „Það var sýningarstjórinn Dorothée Kirkch sem bauð mér að vinna inn í þetta rými og við höfum verið í samstarfi síðan í haust. Við höfum haft verk Ásmundar til hliðsjónar og byrjuðum á að skoða hans vinnuaðferðir og lesa viðtöl við hann.“ En hvernig tengir Elín sína list verkum Ásmundar, fyrir utan að vera í húsinu hans? „Húsið er einmitt útgangspunktur hjá okkur, byggingin sjálf er listaverk út af fyrir sig. Ég vinn ekki beint út frá verkum Ásmundar en reyndi að setja mig inn í hans hugarheim gagnvart myndlistinni, því hann hafði mjög sterkar skoðanir á því hvert væri hlutverk hennar og það voru framúrstefnulegar hugmyndir á þeim tíma.“ Hvernig hafa þær elst? „Það hefur í raun ekkert breyst. Ásmundur leit á nútímalist sem verkfæri til að endurskoða samfélagið á hverjum tíma, hreyfiafl til að brjóta upp þær fastmótuðu hugmyndir sem við höfum um það hvernig hlutirnir eigi að vera. Svo var Ásmundur Sveinsson afskaplega heillandi karakter. Stórhuga maður sem lét ekkert stoppa sig. Bara það að hann skyldi árið 1943 fá þá flugu í höfuðið að byggja þetta hús hér úti í móunum og hrinda því í framkvæmd, það er afrek út af fyrir sig. Hann smíðaði til dæmis vindmyllu í garðinum og notaði orkuna frá henni til að hræra steypuna í húsið. Hendurnar hans eru einmitt á plakatinu sem tilheyrir sýningunni og þar sér maður hvað þær hafa mótað margt. Þær segja sína sögu.“ Þínar eru ekki orðnar alveg eins vinnulúnar. „Ekki alveg. Þær eiga nokkur ár í það.“ Elín lærði við Listaháskóla Íslands og Kunsthochschule Weissensee í Berlín og lauk MA námi 2006. Hún hefur haldið einkasýningar í Unisolo í Róm, Listasafni Reykjavíkur, gallerí i8 og KW Institute for Contemporary Art í Berlín. Auk þess hefur hún tekið þátt í þó nokkrum samsýningum og má þar nefna Higher Atlas á tvíæringnum í Marrakesh í Marokkó 2012. Elín býr og starfar bæði í Reykjavík og Berlín. Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta eru allt ný verk,“ segir Elín Hansdóttir myndlistarmaður stödd í Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík. Þar verður sýning hennar Uppbrot opnuð klukkan 16 í dag með skúlptúr, vídeói, málverkum, ljósmyndum og prenti. „Það var sýningarstjórinn Dorothée Kirkch sem bauð mér að vinna inn í þetta rými og við höfum verið í samstarfi síðan í haust. Við höfum haft verk Ásmundar til hliðsjónar og byrjuðum á að skoða hans vinnuaðferðir og lesa viðtöl við hann.“ En hvernig tengir Elín sína list verkum Ásmundar, fyrir utan að vera í húsinu hans? „Húsið er einmitt útgangspunktur hjá okkur, byggingin sjálf er listaverk út af fyrir sig. Ég vinn ekki beint út frá verkum Ásmundar en reyndi að setja mig inn í hans hugarheim gagnvart myndlistinni, því hann hafði mjög sterkar skoðanir á því hvert væri hlutverk hennar og það voru framúrstefnulegar hugmyndir á þeim tíma.“ Hvernig hafa þær elst? „Það hefur í raun ekkert breyst. Ásmundur leit á nútímalist sem verkfæri til að endurskoða samfélagið á hverjum tíma, hreyfiafl til að brjóta upp þær fastmótuðu hugmyndir sem við höfum um það hvernig hlutirnir eigi að vera. Svo var Ásmundur Sveinsson afskaplega heillandi karakter. Stórhuga maður sem lét ekkert stoppa sig. Bara það að hann skyldi árið 1943 fá þá flugu í höfuðið að byggja þetta hús hér úti í móunum og hrinda því í framkvæmd, það er afrek út af fyrir sig. Hann smíðaði til dæmis vindmyllu í garðinum og notaði orkuna frá henni til að hræra steypuna í húsið. Hendurnar hans eru einmitt á plakatinu sem tilheyrir sýningunni og þar sér maður hvað þær hafa mótað margt. Þær segja sína sögu.“ Þínar eru ekki orðnar alveg eins vinnulúnar. „Ekki alveg. Þær eiga nokkur ár í það.“ Elín lærði við Listaháskóla Íslands og Kunsthochschule Weissensee í Berlín og lauk MA námi 2006. Hún hefur haldið einkasýningar í Unisolo í Róm, Listasafni Reykjavíkur, gallerí i8 og KW Institute for Contemporary Art í Berlín. Auk þess hefur hún tekið þátt í þó nokkrum samsýningum og má þar nefna Higher Atlas á tvíæringnum í Marrakesh í Marokkó 2012. Elín býr og starfar bæði í Reykjavík og Berlín.
Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira