Erlent

Eldingar orðið fimmtíu að bana

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Mikið þrumuveður gengur yfir landið.
Mikið þrumuveður gengur yfir landið. vísir/afp
Eldingar hafa orðið að minnsta kosti fimmtíu manns að bana í Bangladesh á síðustu tveimur dögum. Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið að undanförnu og búist er við að muni fara enn versnandi á næstu dögum.

Frá mars mánuði hafa um níutíu manns látist af völdum eldinga í landinu, samanborið við fimmtíu og einn árið 2015. Þrumustormar eru algengir í Bangladesh, en ástandið hefur sjaldan verið eins slæmt og í ár.

Flestir þeirra sem hafa látist voru bændur á hrísgrjónaökrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×