Erlent

Drengurinn í skóginum fannst heill á húfi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fjölmiðlar hafa sýnt málinu gríðarlegan áhuga og er stráksi orðinn landsþekktur.
Fjölmiðlar hafa sýnt málinu gríðarlegan áhuga og er stráksi orðinn landsþekktur.
Japanskur drengur,Yamato Tanooka, sem týndist í Hokkaido skóginum síðasta laugardag er kominn í leitirnar heill á húfi. Málið hefur vakið mikla athygli en foreldrar hans sögðu í fyrstu að hann hefði vafrað burt frá þeim þar sem þau hafi verið í jurtatínslu.

Síðar kom á daginn að fjölskyldufaðirinn hafði ákveðið að refsa drengnum fyrir óþekkt með því að skilja hann eftir í skógarrjóðri. Þegar foreldrarnir komu aftur að sækja drenginn eftir skamma stund, var hann hinsvegar horfinn.

Hann fannst síðan í hermannabragga í nokkurra kílómetra fjarlægð frá skógarrjóðrinu seint í gærkvöldi. Hann sagðist vera svangur og að hann hafi gengið í gegnum skóginn, sem er heimili bjarndýra, uns hann fann skjól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×