Erlent

Mikill viðbúnaður í Brussel

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Mikill viðbúnaður er í Belgíu.
Mikill viðbúnaður er í Belgíu. vísir/epa
Enn er mikill viðbúnaður í Brussel í Belgíu á meðan tveggja grunaðra hryðjuverkamanna er leitað. Til skotbardaga kom á milli lögreglumanna og hinna grunuðu í gær með þeim afleiðingum að einn lést og fjórir særðust.

Talið er að mennirnir tengist hryðjuverkaárásunum í París  í nóvember. Á fréttamannafundi sem haldinn var vegna málsins í gær kom fram að ætlunin hafi verið að fara í hefðbundið eftirlit á heimili mannanna í suðurhluta borgarinnar en þegar lögreglu  bar að garði hafi þeir hafið skothríð. Einn árásarmannanna féll og tveir komust undan á flótta. Þrír belgískir lögreglumenn og frönsk lögreglukona særðust í átökunum.

Ekki er búið að bera kennsl á hinn látna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×