Aron sló í gegn í fyrsta leik og skoraði glæsilegt mark þegar Tromsö sótti stig í greipar lærisveina Ole Gunnar Solskjær í Molde í fyrstu umferðinni.
Tromsö er norðarlega í Noregi og því langt því frá komið sumar þar á bæ. Það sést líka nokkuð augljóslega á myndum og myndböndum sem Tromsö-menn settu á Facebook og Twitter í dag.
Þar var verið að hvetja stuðningsmenn til að kaupa sér árskort undir myndbandi af traktor að moka snjóskafla af Alfheim-vellinum.
Vonandi fyrir Aron og Guðmund verður snjórinn farinn þegar leikurinn hefst á föstudagskvöldið.
Two days until our first home game. Let it snow - we are ready! #EYATIL #VifyllerAlfheim pic.twitter.com/62KoerCbXa
— Tromsø Idrettslag (@TromsoIL) March 16, 2016