Innlent

Færð á götum Reykjavíkur í beinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það getur orðið snjóþungt í borginni.
Það getur orðið snjóþungt í borginni. Vísir/Getty
Vefmyndavélar sem starfsmenn Reykjavíkurborgar nota til að meta færð á götum borginnar eru nú aðgengilegar öllum á vef Reykjavíkurborgar. Staðsetning vélanna tók mið af því hvar snjóþungi hefur verið mestur í borginni undanfarin ár.

Vefmyndavélar Reykjavíkurborgar eru á átta stöðum með tveimur linsum hverjum stað sem skilar sér í sextán sjónarhornum eða vefmyndum. Þá eru einnig fjórar vefmyndavélar á vegum Vegagerðarinnar aðgengilegar á vef Reykjavíkurborgar og því geta borgarbúar, sem og aðrir, valið milli 29 mynda eða sjónarhorna á götur í Reykjavík.

„Vefmyndavélarnar auðvelda okkur að meta færðina og taka ákvörðun um hvenær við köllum út snjóruðningstæki og saltbíla,“ segir Þröstur Ingólfur Víðisson yfirverkstjóri vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar.

Sjá má myndirnar úr myndavélunum hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×