Erlent

Beina sjónum sínum að Raqqa

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Bandarískir sérsveitarmenn undirbúa sóknina.
Bandarískir sérsveitarmenn undirbúa sóknina. Nordicphotos/AFP
Herir Kúrda og Araba hyggjast nú sækja að sýrlensku borginni Raqqa sem kölluð hefur verið höfuðborg hryðjuverkasamtakanna Daish, sem kenna sig við íslamskt ríki.

Bandalagið, sem kallast SDF, mun njóta aðstoðar lofthers Bandaríkjanna í árásinni. Almennir borgarar eru varaðir við því að fara nærri svæðum þar sem herliðar Daish halda sig.

Tilkynnt var um fyrirhugaða sókn á blaðamannafundi í bænum Ain Issa, um fimmtíu kílómetrum frá Raqqa. „Hin stóra orrusta um Raqqa og nærliggjandi svæði er hafin,“ sagði talsmaður SDF á blaðamannafundinum.

„Sóknin fer fram í nokkrum þrepum. Í dag hófst einangrunarþrep og næst munum við sparka Daish út úr Raqqa. Það mun gerast,“ sagði Brett McGurk, fulltrúi Bandaríkjahers.

Her SDF telur um 30 þúsund manns, þar af eru 25 þúsund Kúrdar.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×