FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2016 12:00 James Comey, Hillary Clinton og Donald Trump. Vísir/Getty Rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, á meðhöndlun Hillary Clinton á tölvupóstum hefur leitt til vandræða innan stofnunarinnar og opinberað innri deilur starfsmanna. FBI hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála en tvær óljósar yfirlýsingar vegna árslangrar rannsóknar á Clinton hefur dregið stofnunina inn í stjórnmálin svo um munar. James Comey, yfirmaður FBI, tilkynnti í gær að eftir að hafa skoðað nýja tölvupósta myndi stofnunin ekki leggja til að Clinton yrði ákærð. Málið á sér langan aðdraganda. Nú í júlí lauk FBI um rannsókn á tölvupóstum Clinton með því að stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að engin lög hefðu verið brotin.Sjá einnig: Tölvupóstar Clinton enn til trafala Repúblikanar sökuðu rannsakendur FBI um að hafa ekki staðið að nægjanlega ítarlegri rannsókn og sögðu að þeir hefðu getað gengið harðar fram við rannsóknina. Á sama tíma gagnrýndu demókratar FBI og Comey fyrir að hafa opinberað of miklar upplýsingar um rannsóknina og niðurstöðuna. Við tilkynningu sína sagði Comey að Clinton og starfsfólk hennar hefðu ekki brotið lög, en þau hefðu verið „einkar kærulaus“ varðandi meðhöndlun sína á tölvupóstum þegar hún var utanríkisráðherra sem innihéldu opinber gögn og möguleg ríkisleyndarmál. Demókratar hafa gagnrýnt Comey harðlega fyrir þau orð. Þau eru sögð hafa svert Clinton í augum kjósenda, án þess að hún hefði fengið tækifæri til að svara fyrir sig. Sjálfur sagði Comey að hann hefði opinberað gögnin svo öllum yrði ljóst að rannsóknin hefði verið framkvæmd réttilega og án áhrifa úr röðum stjórnmálamanna.Rannsóknin opnuð afturUndir lok október tilkynnti Comey þingmönnum að rannsóknin hefði verið opnuð aftur eftir að tölvupóstar fundust á tölvu fyrrum þingmannsins og eiginmanns aðstoðarkonu Clinton Antony Weiner. Í kjölfar yfirlýsingarinnar varð Comey fyrir gífurlegri gagnrýni frá demókrötum. Yfirlýsing hans til þingmanna var mjög óljós kom hún á einkar óhentugum tíma fyrir Clinton sem var þá með mikið forskot í skoðanakönnunum. Verulega hefur dregið úr forskoti hennar síðan þá. Sérfræðingar telja jafnvel mögulegt að Comey hafi brotið lög.Tim Kaine, varaforsetaefni Clinton, sagðist þó telja að Comey væri ekki að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. Hins vegar væri ljóst að innan FBI væru aðilar sem væru að að reyna að hjálpa Donald Trump. Lekar þeirra hefðu ollið verulegum skaða á trúverðugleika stofnunarinnar. Nú í gær tilkynnti hann að búið væri að skoða þá pósta sneru að Clinton og upprunalegri ákvörðun FBI frá því í sumar yrði ekki breytt.Sjá einnig: Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstannaComey hefur verið harðlega gagnrýndur af repúblikönum fyrir hafa komist að ótímabærri niðurstöðu. Newt Gingrich, einn af ráðgjöfum Trump, segir að Comey hafi látið undan þrýstingi og tilkynnt eitthvað sem hann geti ómögulega vitað fyrir víst.Trump hefur einnig gagnrýnt niðurstöðuna og segir ljóst að ekki væri hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum. Það er satt að um 650 þúsund tölvupóstar hafi fundist í tölvu Weiner, en FBI skoðaði einungis þá sem komu frá eða voru sendir til Hillary Clinton. Hópur rannsóknarmanna vann í málinu dag og nótt og komust að því að FBI hafði skoðað póstana áður eða þeir voru af persónulegu tagi. Sama hvort Clinton eða Trump verður forseti Bandaríkjanna er ljóst að Comey á eftir að þurfa að vinna með forseta sem hefur ítrekað dregið störf FBI í efa eða forseta sem var til rannsóknar hjá stofnuninni til langs tíma. Þá er ljóst að hann á eftir að þurfa að útskýra ákvarðanir sínar fyrir þinginu í Bandaríkjunum. Þingmenn beggja flokka hafa þegar farið fram á að hann verði kallaður fyrir þingið. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00 Hitti skömmustulega Bandaríkjamenn í DC tveimur dögum fyrir kosningar Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er stödd í Washington DC ásamt Sigurjóni Ólafssyni tökumanni en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á morgun. 7. nóvember 2016 09:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, á meðhöndlun Hillary Clinton á tölvupóstum hefur leitt til vandræða innan stofnunarinnar og opinberað innri deilur starfsmanna. FBI hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála en tvær óljósar yfirlýsingar vegna árslangrar rannsóknar á Clinton hefur dregið stofnunina inn í stjórnmálin svo um munar. James Comey, yfirmaður FBI, tilkynnti í gær að eftir að hafa skoðað nýja tölvupósta myndi stofnunin ekki leggja til að Clinton yrði ákærð. Málið á sér langan aðdraganda. Nú í júlí lauk FBI um rannsókn á tölvupóstum Clinton með því að stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að engin lög hefðu verið brotin.Sjá einnig: Tölvupóstar Clinton enn til trafala Repúblikanar sökuðu rannsakendur FBI um að hafa ekki staðið að nægjanlega ítarlegri rannsókn og sögðu að þeir hefðu getað gengið harðar fram við rannsóknina. Á sama tíma gagnrýndu demókratar FBI og Comey fyrir að hafa opinberað of miklar upplýsingar um rannsóknina og niðurstöðuna. Við tilkynningu sína sagði Comey að Clinton og starfsfólk hennar hefðu ekki brotið lög, en þau hefðu verið „einkar kærulaus“ varðandi meðhöndlun sína á tölvupóstum þegar hún var utanríkisráðherra sem innihéldu opinber gögn og möguleg ríkisleyndarmál. Demókratar hafa gagnrýnt Comey harðlega fyrir þau orð. Þau eru sögð hafa svert Clinton í augum kjósenda, án þess að hún hefði fengið tækifæri til að svara fyrir sig. Sjálfur sagði Comey að hann hefði opinberað gögnin svo öllum yrði ljóst að rannsóknin hefði verið framkvæmd réttilega og án áhrifa úr röðum stjórnmálamanna.Rannsóknin opnuð afturUndir lok október tilkynnti Comey þingmönnum að rannsóknin hefði verið opnuð aftur eftir að tölvupóstar fundust á tölvu fyrrum þingmannsins og eiginmanns aðstoðarkonu Clinton Antony Weiner. Í kjölfar yfirlýsingarinnar varð Comey fyrir gífurlegri gagnrýni frá demókrötum. Yfirlýsing hans til þingmanna var mjög óljós kom hún á einkar óhentugum tíma fyrir Clinton sem var þá með mikið forskot í skoðanakönnunum. Verulega hefur dregið úr forskoti hennar síðan þá. Sérfræðingar telja jafnvel mögulegt að Comey hafi brotið lög.Tim Kaine, varaforsetaefni Clinton, sagðist þó telja að Comey væri ekki að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. Hins vegar væri ljóst að innan FBI væru aðilar sem væru að að reyna að hjálpa Donald Trump. Lekar þeirra hefðu ollið verulegum skaða á trúverðugleika stofnunarinnar. Nú í gær tilkynnti hann að búið væri að skoða þá pósta sneru að Clinton og upprunalegri ákvörðun FBI frá því í sumar yrði ekki breytt.Sjá einnig: Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstannaComey hefur verið harðlega gagnrýndur af repúblikönum fyrir hafa komist að ótímabærri niðurstöðu. Newt Gingrich, einn af ráðgjöfum Trump, segir að Comey hafi látið undan þrýstingi og tilkynnt eitthvað sem hann geti ómögulega vitað fyrir víst.Trump hefur einnig gagnrýnt niðurstöðuna og segir ljóst að ekki væri hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum. Það er satt að um 650 þúsund tölvupóstar hafi fundist í tölvu Weiner, en FBI skoðaði einungis þá sem komu frá eða voru sendir til Hillary Clinton. Hópur rannsóknarmanna vann í málinu dag og nótt og komust að því að FBI hafði skoðað póstana áður eða þeir voru af persónulegu tagi. Sama hvort Clinton eða Trump verður forseti Bandaríkjanna er ljóst að Comey á eftir að þurfa að vinna með forseta sem hefur ítrekað dregið störf FBI í efa eða forseta sem var til rannsóknar hjá stofnuninni til langs tíma. Þá er ljóst að hann á eftir að þurfa að útskýra ákvarðanir sínar fyrir þinginu í Bandaríkjunum. Þingmenn beggja flokka hafa þegar farið fram á að hann verði kallaður fyrir þingið.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00 Hitti skömmustulega Bandaríkjamenn í DC tveimur dögum fyrir kosningar Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er stödd í Washington DC ásamt Sigurjóni Ólafssyni tökumanni en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á morgun. 7. nóvember 2016 09:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45
Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14
Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00
Hitti skömmustulega Bandaríkjamenn í DC tveimur dögum fyrir kosningar Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er stödd í Washington DC ásamt Sigurjóni Ólafssyni tökumanni en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á morgun. 7. nóvember 2016 09:52