Syngja um sálufélagana Hallgrím og Ragnheiði biskupsdóttur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. mars 2016 10:15 Flytjendurnir Ásgeir Páll Ágústsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Alexandra og Magnús Ragnarsson. Á hádegistónleikum í Fríkirkjunni í dag flytur Alexandra Chernyshova sópransöngkona brot úr óperunni Skáldið og biskupsdóttirin, ásamt Guðrúnu Ásmundsdóttur sögumanni, Ásgeiri Páli Ágústssyni barítonsöngvara og Magnúsi Ragnarssyni orgelleikara. Þær Alexandra og Guðrún eru höfundar óperunnar sem var frumflutt árið 2014. „Við leggjum áherslu á hina djúpu vináttu Hallgríms Péturssonar sálmaskálds og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskupsdóttur. Þau voru sálufélagar þó að 28 ár skildu þau að í aldri,“ segir Alexandra. „Hann deildi með henni ljóðum sem hann sýndi ekki öðrum og hann var sá fyrsti sem hún sagði frá ást sinni á Daða og hamingjunni sem henni fylgdi. Meðal þess sem við Ásgeir Páll syngjum í dag er dúettinn Ó, veistu minn vinur.“ Alexandra segir Guðrúnu hafa unnið mikla heimildarvinnu við skrif handritsins, ásamt Ingu Huld Hákonardóttur sagnfræðingi. Meðal þess sem þar komi fram sé að Ragnheiður hafi verið meðal þeirra fyrstu sem Hallgrímur gaf handrit að passíusálmunum. „Þá upplifði hún að hann var ekkert venjulegt skáld, heldur eitthvað miklu meira.“ Tónleikarnir tilheyra tónleikaröðinni Á ljúfum nótum. Þeir hefjast klukkan 12 og taka um hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. mars. Menning Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Á hádegistónleikum í Fríkirkjunni í dag flytur Alexandra Chernyshova sópransöngkona brot úr óperunni Skáldið og biskupsdóttirin, ásamt Guðrúnu Ásmundsdóttur sögumanni, Ásgeiri Páli Ágústssyni barítonsöngvara og Magnúsi Ragnarssyni orgelleikara. Þær Alexandra og Guðrún eru höfundar óperunnar sem var frumflutt árið 2014. „Við leggjum áherslu á hina djúpu vináttu Hallgríms Péturssonar sálmaskálds og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskupsdóttur. Þau voru sálufélagar þó að 28 ár skildu þau að í aldri,“ segir Alexandra. „Hann deildi með henni ljóðum sem hann sýndi ekki öðrum og hann var sá fyrsti sem hún sagði frá ást sinni á Daða og hamingjunni sem henni fylgdi. Meðal þess sem við Ásgeir Páll syngjum í dag er dúettinn Ó, veistu minn vinur.“ Alexandra segir Guðrúnu hafa unnið mikla heimildarvinnu við skrif handritsins, ásamt Ingu Huld Hákonardóttur sagnfræðingi. Meðal þess sem þar komi fram sé að Ragnheiður hafi verið meðal þeirra fyrstu sem Hallgrímur gaf handrit að passíusálmunum. „Þá upplifði hún að hann var ekkert venjulegt skáld, heldur eitthvað miklu meira.“ Tónleikarnir tilheyra tónleikaröðinni Á ljúfum nótum. Þeir hefjast klukkan 12 og taka um hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. mars.
Menning Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira