Innlent

Safnað fyrir Kristínu Geirsdóttur sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Reykjanesbraut

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Frá vettvangi slyssins við Vallahverfi í Hafnarfirði.
Frá vettvangi slyssins við Vallahverfi í Hafnarfirði. vísir
Söfnun hefur verið hafin til styrktar Kristínar Geirsdóttur en hún slasaðist í hörðum árekstri á Reykjanesbrautinni í síðasta mánuði.

Meiðsl Kristínar voru alvarleg en hún beinbrotnaði víðsvegar um líkamann, marðist á lungum og hlaut skurði í andlit.

Kristínar bíður margra mánaða endurhæfing en eins og er þarf hún aðstoð við flestallar daglegar athafnir. Hún var í fæðingarorlofi þegar slysið átti sér stað en sonur hennar er aðeins þriggja mánaða gamall. 

Vinir Kristínar hafa komið á fót söfnun til þess að mæta tekjutapi og óvæntum útgjöldum sem hún og fjölskylda hennar standa frammi fyrir. Þeir sem vilja leggja Kristínu lið geta millifært á reikning hennar: Reikningsnúmerið er 0544-26-006584 og kennitala 031084-2299.

Erla Dögg Kristjánsdóttir, vinkona Kristínar, er á meðal þeirra sem standa fyrir söfnuninni. Stöðuuppfærslu hennar má sjá hér að neðan.

 

 

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×