Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Margir íbúar í Washington-borg telja forsetakosningarnar hneisu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Yfirgnæfandi meirihluta kjósenda í Washington-borg sem fréttastofa hefur rætt við ætla að kjósa Hillary Clinton í forsetakosningunum á þriðjudag.

Það er álit margra íbúa borgarinnar að kosningarnar sem slíkar séu hneisa í ljósi þess hversu lakir frambjóðendurnir báðir eru. Flestir þeirra sem fréttastofa hefur rætt við ætla þó að styðja Clinton þar sem hún sé skárri kosturinn af tveimur slæmum.

Una Sighvatsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 er stödd í Washington og tekur púlsinn á bandarískum kjósendum í fréttum okkar í kvöld. Teymi fréttastofunnar verður vestanhafs næstu daga til að fjalla um aðdraganda kosninganna og kosningarnar sjálfar og munum við flytja fréttir af þeim hér á Vísi, Bylgjunni og Stöð 2.

Ekki missa af fréttum Stöðvar 2 í kvöld í opinni dagskrá og í beinni útsendingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×