Enski boltinn

Kemur fyrsta tap Tottenham í nágrannslagnum? | Upphitun fyrir leiki dagsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Það er sannkölluð veisla fyrir aðdáendur enska boltans í dag en alls eru fimm leikir á dagskrá en fjórir þeirra eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Við hefjum leik með sannkölluðum stórleik þegar nágrannaslagur Arsenal og Tottenham fer fram á Emirates-vellinum í London klukkan 12.00.

Tottenham er eina taplausa liðið í deildinni en hefur ekki unnið í þremur deildarleikjum í röð á meðan Arsenal hefur verið á góðu skriði undanfarnar vikur.

Hörður Magnússon fær til sín þá Arnar Gunnlaugsson og Indriða Sigurðsson og hitar upp fyrir leikinn klukkan 11.30 á Stöð 2 Sport.

Klukkan 14:15 verður flautað til leiks á tveimur vígstöðum, sjóðheitir lærisveinar Jurgen Klopp taka á móti Watford á heimavelli á Stöð 2 Sport en á sama tíma tekur Hull City á móti Southampton.

Stuttu síðar klukkan 15:00 er flautað til leiks á Liberty-vellinum í Swansea á Stöð 2 Sport 2 þar sem Gylfi Þór Sigurðsson og félagar mæta Manchester United á heimavelli.

Swansea þarf nauðsynlega á stigum að halda í botnbaráttuni en tap í dag myndi setja auka pressu á Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United.

Að lokum taka meistararnir í Leicester City á móti West Brom í lokaleik helgarinnar á heimavelli Leicester.

Flautað verður til leiks 16:30 á King Powell vellinum og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×