Fótbolti

Aron skoraði og lagði upp er Tromsö gulltryggði sæti sitt í efstu deild

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aron í leik með Fjölni sumarið 2015.
Aron í leik með Fjölni sumarið 2015. vísir/vilhelm
Aron Sigurðarson skoraði eitt og lagði upp annað í 3-1 sigri Tromsö gegn Odd Grenland í lokaumferð norsku deildarinnar en Tromsö hafnaði í 13. sæti deildarinnar.

Tromsö, Lilleström, Bodo/Glimt og Stabæk gátu öll fallið fyrir lokaumferðina en Stabæk og Bodo/Glimt þurftu að treysta á að Tromsö og Lilleström myndu tapa og sigur í sínum leikjum.

Stabæk vann sinn leik en bæði Lilleström og Tromsö unnu sína leiki sem gerði það að verkum að Stabæk fylgir Start og Bodo/Glimt niður um deild.

í Þrándheimi skoraði Hólmar Örn Eyjólfsson sigurmark Rosenborg í 2-1 sigri gegn Bodo/Glimt en Rosenborg var löngu búið að tryggja sér norska titilinn.

Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Þórarinsson komu báðir inn sem varamenn í seinni hálfleik en Hólmar lék allan leikinn.

Þá skoraði Aron Elís Þrándarsson eitt marka Alesund í 4-2 sigri á Sogndal á útivelli en allir þrír Íslendingarnir voru í byrjunarliði Alesund.

Úrslit dagsins:

Brann 2-1 Sarpsborg

Haugesund 1-1 Stromsgödset

Lilleström 1-0 Molde

Rosenborg 2-1 Bodo/Glimt

Sogndal 2-4 Alesund

Stabæk 3-0 Start

Tromsö 3-1 Odd

Viking 0-2 Valerenga




Fleiri fréttir

Sjá meira


×