Axel undir pari þriðja hringinn í röð og sigraði Borgunarmótið Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. júlí 2016 17:50 Axel brosmildur með sigurverðlaunin í dag. Vísir/GSÍ Axel Bóasson, kylfingur úr GK, bar sigur úr býtum á Borgunarmótinu á heimavelli sínum er hann lauk leik á átta höggum undir pari en mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni. Axel var með eins höggs forskot á Gísla Sveinbergsson fyrir lokahringinn í dag en hann byrjaði daginn af krafti og nældi í þrjá fugla á fyrstu fimm holunum í dag. Gísli fékk tvöfaldan skolla á þriðju holu og missti af Axeli en Alfreð Brynjar Kristinsson byrjaði vel og fékk einn fugl og örn á fyrstu þremur holum vallarins. Axel hélt forskotinu allt til loka hringsins en Alfreð Brynjar og Gísli voru aldrei langt undan. Kom það ekki að sök að Axel skyldi fá skolla á lokaholunni því sigurinn var í höfn. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Axel Bóasson, kylfingur úr GK, bar sigur úr býtum á Borgunarmótinu á heimavelli sínum er hann lauk leik á átta höggum undir pari en mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni. Axel var með eins höggs forskot á Gísla Sveinbergsson fyrir lokahringinn í dag en hann byrjaði daginn af krafti og nældi í þrjá fugla á fyrstu fimm holunum í dag. Gísli fékk tvöfaldan skolla á þriðju holu og missti af Axeli en Alfreð Brynjar Kristinsson byrjaði vel og fékk einn fugl og örn á fyrstu þremur holum vallarins. Axel hélt forskotinu allt til loka hringsins en Alfreð Brynjar og Gísli voru aldrei langt undan. Kom það ekki að sök að Axel skyldi fá skolla á lokaholunni því sigurinn var í höfn.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira