Stenson spilaði með sorgarband á fyrsta keppnisdegi en hann lauk þá holunum 18 á Royal Troon-vellinum á 68 höggum eða þremur höggum undir pari.
Sjá einnig:Bætti sextán ára gamalt met Tiger og 23 ára gamalt met Norman
„Einn af góðu gæjunum kvaddi okkur í dag. Gamall vinur minn Mike Gerbich tapaði í baráttunni við krabbamein en hans verður ávallt saknað. Hvíl í friði,“ skrifaði Stenson á Instagram-síðu sína á fimmtudaginn.
Í dag sagði hann eftir sigurinn: „Ég þarf að þakka mörgum fyrir þetta. Ég vil þakka konunni minni, fjölskyldunni og liðinu fyrir allt sem þau hafa lagt á sig og einnig vil ég þakka stuðningsmönnunum.“
One of the good guys have left us today Longtime friend Mike Gerbich (left) lost his battle with cancer and will be forever missed. R.I.P Mike
A photo posted by Henrik Stenson (@henrikstenson) on Jul 13, 2016 at 11:03am PDT
Mike Gerbich var 74 ára gamall Bandaríkjamaður frá Scottsdale í Arizona. Hann bjó í Dubai en þeir Stenson voru miklir vinir.
„Hann hefur verið einn af mínum dyggustu stuðningsmönnum í gegnum tíðina eða allt frá því í kynntist honum á Emirates-mótinu í Duba. Hann var frábær maður sem stóð alltaf með mér,“ sagði Stenson í viðtali við sænska fjölmiðla eftir fyrsta hringinn.
Stenson er fyrsti Svíinn sem vinnur risamót í karlaflokki í golfi en þetta var í fyrsta sinn sem Bandaríkjamaður vinnur ekki opna breska á Royal Troon síðan 1973 en Bandaríkjamenn fögnuðu þar sigri fimm sinnum í röð.