Enski boltinn

Leikmenn Swansea fastir á hóteli vegna ferðalags Obama

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rangel í leik gegn Everton í vetur.
Rangel í leik gegn Everton í vetur. Vísir/getty
Leikmenn Swansea mættu of seint á æfingu í gær fyrir æfingarleik liðsins gegn Richmond Kickers vegna ferðalags Barack Obama, forseta Bandaríkjanna.

Angel Rangel, spænski bakvörður Swansea, greindi frá þessu í samtali við heimasíðu Swansea í gær en hann sagði að lögreglan hefði lokað öllum götunum í kringum hótel liðsins.

„Ég er viss um að þjálfarar hafa heyrt allskonar skrítnar afsakanir en ég held að það hafi enginn kennt bandaríska forsetanum um áður. Þeir lokuðu öllum vegunum í klukkutíma því hann var að koma aftur eftir ferðalag,“ sagði Rangel sem sagði leikmennina sjá léttu hliðina á þessu.

„Við héldum að þeir væru að koma með stjórnarformann Swansea, Huw Jenkins, svo reyndist þetta vera forsetinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×