Fjöldi mála þar sem brotið er á starfsfólki í veitingageiranum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 19:00 Óskar Hafnfjörð Gunnarsson. VÍSIR/SKJÁSKOT Töluvert er orðið um að aðilar í veitingarekstri nýti sér erlendar starfsmannaleigur til að verða sér úti um starfsfólk, en það hefur ekki þekkst í veitingageiranum hér á landi hingað til. Aldrei hafa verið jafn mörg mál á borði Matvæla og veitingafélags Íslands þar sem grunur er um að brotið sé á starfsfólki.Í fréttum okkar í gær var greint frá því að eftirspurn eftir lærðum mat- og framreiðslumönnum hér á landi sé mun meiri en framboðið ræður við. Þessi þróun hefur orðið til þess að aðilar í veitingarekstri leita út fyrir landsteinana að vinnafli í auknum mæli. „Við erum að sjá í auknum mæli starfsmannaleigur koma inn í veitingahúsin og gististaðina, sem við höfum aldrei séð áður,“ segir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, eftirlitsfulltrúi MATVÍS. Vinnustaðaeftirlit í veitingageiranum hefur undanfarna mánuði verið stórhert að frumkvæði ASÍ, en Óskar segir að aldrei hafi jafn mörg mál þar sem grunur er á að brotið sé á réttindum starfsfólks ratað inn á borð til MATVÍS. „Það er gríðarleg aukning, gríðarleg. Í sumar hefur verið bara vitlaust að gera,“ segir hann.Má segja að það hafi orðið algjör sprenging í þessum málum?„Gjörsamlega. Við sjáum ekki fram úr þessu eins og er, það er sífellt að bætast í. Enda voru ráðnir 25 nýir eftirlitsfulltrúar sem eru út á örkinni í hverri einustu viku um allt land.“ Óskar segir nokkur nýleg dæmi um að erlendir einstaklingar eða hópar komi til lands á fölskum forsendum, búi við hrörlegan húsakost eða séu látnir vinna langar vaktir dögum saman. Þá sé nokkuð mikið um að starfsmenn sem vinni fulla vinnu séu skráðir sem starfsnemar. „Yfirleitt er það bara upp á fæði og húsnæði og fólk fær þá engin laun. Þá er engin kennitala skráð og fólk ekki tryggt ef eitthvað kemur upp á. Þetta er alveg gríðarlega alvarlegt mál enda erum við að skoða þetta gaumgæfilega. Þetta er í raun að taka við, þetta eru nýju sjálfboðaliðarnir,“ segir hann. Málin séu þó oft erfið við að eiga. „Oftar en ekki er fólk bara hrætt við að missa vinnuna og lífsviðurværi sitt.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Töluvert er orðið um að aðilar í veitingarekstri nýti sér erlendar starfsmannaleigur til að verða sér úti um starfsfólk, en það hefur ekki þekkst í veitingageiranum hér á landi hingað til. Aldrei hafa verið jafn mörg mál á borði Matvæla og veitingafélags Íslands þar sem grunur er um að brotið sé á starfsfólki.Í fréttum okkar í gær var greint frá því að eftirspurn eftir lærðum mat- og framreiðslumönnum hér á landi sé mun meiri en framboðið ræður við. Þessi þróun hefur orðið til þess að aðilar í veitingarekstri leita út fyrir landsteinana að vinnafli í auknum mæli. „Við erum að sjá í auknum mæli starfsmannaleigur koma inn í veitingahúsin og gististaðina, sem við höfum aldrei séð áður,“ segir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, eftirlitsfulltrúi MATVÍS. Vinnustaðaeftirlit í veitingageiranum hefur undanfarna mánuði verið stórhert að frumkvæði ASÍ, en Óskar segir að aldrei hafi jafn mörg mál þar sem grunur er á að brotið sé á réttindum starfsfólks ratað inn á borð til MATVÍS. „Það er gríðarleg aukning, gríðarleg. Í sumar hefur verið bara vitlaust að gera,“ segir hann.Má segja að það hafi orðið algjör sprenging í þessum málum?„Gjörsamlega. Við sjáum ekki fram úr þessu eins og er, það er sífellt að bætast í. Enda voru ráðnir 25 nýir eftirlitsfulltrúar sem eru út á örkinni í hverri einustu viku um allt land.“ Óskar segir nokkur nýleg dæmi um að erlendir einstaklingar eða hópar komi til lands á fölskum forsendum, búi við hrörlegan húsakost eða séu látnir vinna langar vaktir dögum saman. Þá sé nokkuð mikið um að starfsmenn sem vinni fulla vinnu séu skráðir sem starfsnemar. „Yfirleitt er það bara upp á fæði og húsnæði og fólk fær þá engin laun. Þá er engin kennitala skráð og fólk ekki tryggt ef eitthvað kemur upp á. Þetta er alveg gríðarlega alvarlegt mál enda erum við að skoða þetta gaumgæfilega. Þetta er í raun að taka við, þetta eru nýju sjálfboðaliðarnir,“ segir hann. Málin séu þó oft erfið við að eiga. „Oftar en ekki er fólk bara hrætt við að missa vinnuna og lífsviðurværi sitt.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira