Fjöldi mála þar sem brotið er á starfsfólki í veitingageiranum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 19:00 Óskar Hafnfjörð Gunnarsson. VÍSIR/SKJÁSKOT Töluvert er orðið um að aðilar í veitingarekstri nýti sér erlendar starfsmannaleigur til að verða sér úti um starfsfólk, en það hefur ekki þekkst í veitingageiranum hér á landi hingað til. Aldrei hafa verið jafn mörg mál á borði Matvæla og veitingafélags Íslands þar sem grunur er um að brotið sé á starfsfólki.Í fréttum okkar í gær var greint frá því að eftirspurn eftir lærðum mat- og framreiðslumönnum hér á landi sé mun meiri en framboðið ræður við. Þessi þróun hefur orðið til þess að aðilar í veitingarekstri leita út fyrir landsteinana að vinnafli í auknum mæli. „Við erum að sjá í auknum mæli starfsmannaleigur koma inn í veitingahúsin og gististaðina, sem við höfum aldrei séð áður,“ segir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, eftirlitsfulltrúi MATVÍS. Vinnustaðaeftirlit í veitingageiranum hefur undanfarna mánuði verið stórhert að frumkvæði ASÍ, en Óskar segir að aldrei hafi jafn mörg mál þar sem grunur er á að brotið sé á réttindum starfsfólks ratað inn á borð til MATVÍS. „Það er gríðarleg aukning, gríðarleg. Í sumar hefur verið bara vitlaust að gera,“ segir hann.Má segja að það hafi orðið algjör sprenging í þessum málum?„Gjörsamlega. Við sjáum ekki fram úr þessu eins og er, það er sífellt að bætast í. Enda voru ráðnir 25 nýir eftirlitsfulltrúar sem eru út á örkinni í hverri einustu viku um allt land.“ Óskar segir nokkur nýleg dæmi um að erlendir einstaklingar eða hópar komi til lands á fölskum forsendum, búi við hrörlegan húsakost eða séu látnir vinna langar vaktir dögum saman. Þá sé nokkuð mikið um að starfsmenn sem vinni fulla vinnu séu skráðir sem starfsnemar. „Yfirleitt er það bara upp á fæði og húsnæði og fólk fær þá engin laun. Þá er engin kennitala skráð og fólk ekki tryggt ef eitthvað kemur upp á. Þetta er alveg gríðarlega alvarlegt mál enda erum við að skoða þetta gaumgæfilega. Þetta er í raun að taka við, þetta eru nýju sjálfboðaliðarnir,“ segir hann. Málin séu þó oft erfið við að eiga. „Oftar en ekki er fólk bara hrætt við að missa vinnuna og lífsviðurværi sitt.“ Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Töluvert er orðið um að aðilar í veitingarekstri nýti sér erlendar starfsmannaleigur til að verða sér úti um starfsfólk, en það hefur ekki þekkst í veitingageiranum hér á landi hingað til. Aldrei hafa verið jafn mörg mál á borði Matvæla og veitingafélags Íslands þar sem grunur er um að brotið sé á starfsfólki.Í fréttum okkar í gær var greint frá því að eftirspurn eftir lærðum mat- og framreiðslumönnum hér á landi sé mun meiri en framboðið ræður við. Þessi þróun hefur orðið til þess að aðilar í veitingarekstri leita út fyrir landsteinana að vinnafli í auknum mæli. „Við erum að sjá í auknum mæli starfsmannaleigur koma inn í veitingahúsin og gististaðina, sem við höfum aldrei séð áður,“ segir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, eftirlitsfulltrúi MATVÍS. Vinnustaðaeftirlit í veitingageiranum hefur undanfarna mánuði verið stórhert að frumkvæði ASÍ, en Óskar segir að aldrei hafi jafn mörg mál þar sem grunur er á að brotið sé á réttindum starfsfólks ratað inn á borð til MATVÍS. „Það er gríðarleg aukning, gríðarleg. Í sumar hefur verið bara vitlaust að gera,“ segir hann.Má segja að það hafi orðið algjör sprenging í þessum málum?„Gjörsamlega. Við sjáum ekki fram úr þessu eins og er, það er sífellt að bætast í. Enda voru ráðnir 25 nýir eftirlitsfulltrúar sem eru út á örkinni í hverri einustu viku um allt land.“ Óskar segir nokkur nýleg dæmi um að erlendir einstaklingar eða hópar komi til lands á fölskum forsendum, búi við hrörlegan húsakost eða séu látnir vinna langar vaktir dögum saman. Þá sé nokkuð mikið um að starfsmenn sem vinni fulla vinnu séu skráðir sem starfsnemar. „Yfirleitt er það bara upp á fæði og húsnæði og fólk fær þá engin laun. Þá er engin kennitala skráð og fólk ekki tryggt ef eitthvað kemur upp á. Þetta er alveg gríðarlega alvarlegt mál enda erum við að skoða þetta gaumgæfilega. Þetta er í raun að taka við, þetta eru nýju sjálfboðaliðarnir,“ segir hann. Málin séu þó oft erfið við að eiga. „Oftar en ekki er fólk bara hrætt við að missa vinnuna og lífsviðurværi sitt.“
Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira