Bjóði hreinar nálar ókeypis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. ágúst 2016 06:00 Starfshópur leggur til að aðgengi að hreinum sprautubúnaði og nálaskiptaþjónustu verða aukið. Ríkislögreglustjóri gagnrýnir tillögu um afnám fangelsisrefsingar. Skýrslu starfshóps heilbrigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu var dreift á Alþingi í gær. Nái tillögur starfshópsins fram að ganga mun aðgengi að hreinum sprautubúnaði og nálaskiptaþjónustu verða aukið. Hópurinn telur að tryggja þurfi einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð aðgang að gjaldfrjálsri nálaskiptaþjónustu. Heilsufarsvandi þeirra sem sprauta sig sé í flestum tilvikum rakinn til sýkinga eða smits sem þeir verða fyrir af völdum óhreins eða sýkts sprautubúnaðar. Fréttablaðið sagði í gær frá þeirri tillögu starfshópsins að refsing fyrir vörslu og meðferð á neysluskömmtum ólöglegra vímuefna yrði bundin við sektir. Í dag er gert ráð fyrir því í lögum að hægt sé að dæma í fangelsi fyrir vörslu ávana- og fíkniefna.Borgar Þór Einarsson lögfræðingurÍ áliti Embættis ríkislögreglustjóra um þá tillögu segir að skilyrðislaust fráhvarf frá fangelsisrefsingu minnki áhættu viðkomandi einstaklings eða hóps við að stunda slíka brotastarfsemi. Einstaklingur sem ber á sér neysluskammt fíkniefna geti búið yfir upplýsingum um eða jafnvel verið þátttakandi í umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum. Breytingin kynni að leiða til þess að smásölum á sviði fíkniefnaviðskipta fjölgi. Borgar Þór Einarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður starfshópsins, segir allar tillögurnar í skýrslunni vera málamiðlun. „Þeir sem vilja mest frjálsræði vilja ganga lengst og aðrir kannski aðeins skemmra. Það sem gefur tillögunum hins vegar mest vægi er sú samstaða sem náðist þar um,“ segir Borgar Þór og bætir við að þegar ólíkir aðilar komi saman að tillögum sem þessum sé eðlilega mismunandi afstaða til einstakra þátta.Hópurinn telur að tryggja þurfti einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð aðgang að gjaldfrjálsri nálaskiptaþjónustu. Vísir/AntonBrinkRauði krossinn og Embætti landlæknis og ríkislögreglustjóra eiga fulltrúa í starfshópnum. „Varðandi þingið eru eflaust margir sem vilja sjá róttækari breytingar en sumir hræðast allar breytingar. Ég hef enga ástæðu til að ætla að einhverjir setji sig sérstaklega upp á móti tillögunum en það þarf auðvitað að útfæra nokkur atriði betur,“ segir Borgar. Hópurinn telur að með auknu aðgengi að hreinum sprautubúnaði megi takmarka þann skaða sem einstaklingar verða fyrir. Kostnaður vegna hreinna nála og þjónustunnar sé hverfandi í samanburði við þann kostnað sem heilbrigðiskerfið ber vegna þeirra sem sýkjast vegna sprautunotkunar. Í sértækri nálaskiptaþjónustu munu einstaklingar geta komið og sótt sér hreinar nálar, sprautur, sprittklúta fyrir stungustað og annan sprautubúnað sem þarf til þess að draga úr líkum á smiti og sýkingu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Tveir bílar rákust saman við á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Sjá meira
Skýrslu starfshóps heilbrigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu var dreift á Alþingi í gær. Nái tillögur starfshópsins fram að ganga mun aðgengi að hreinum sprautubúnaði og nálaskiptaþjónustu verða aukið. Hópurinn telur að tryggja þurfi einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð aðgang að gjaldfrjálsri nálaskiptaþjónustu. Heilsufarsvandi þeirra sem sprauta sig sé í flestum tilvikum rakinn til sýkinga eða smits sem þeir verða fyrir af völdum óhreins eða sýkts sprautubúnaðar. Fréttablaðið sagði í gær frá þeirri tillögu starfshópsins að refsing fyrir vörslu og meðferð á neysluskömmtum ólöglegra vímuefna yrði bundin við sektir. Í dag er gert ráð fyrir því í lögum að hægt sé að dæma í fangelsi fyrir vörslu ávana- og fíkniefna.Borgar Þór Einarsson lögfræðingurÍ áliti Embættis ríkislögreglustjóra um þá tillögu segir að skilyrðislaust fráhvarf frá fangelsisrefsingu minnki áhættu viðkomandi einstaklings eða hóps við að stunda slíka brotastarfsemi. Einstaklingur sem ber á sér neysluskammt fíkniefna geti búið yfir upplýsingum um eða jafnvel verið þátttakandi í umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum. Breytingin kynni að leiða til þess að smásölum á sviði fíkniefnaviðskipta fjölgi. Borgar Þór Einarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður starfshópsins, segir allar tillögurnar í skýrslunni vera málamiðlun. „Þeir sem vilja mest frjálsræði vilja ganga lengst og aðrir kannski aðeins skemmra. Það sem gefur tillögunum hins vegar mest vægi er sú samstaða sem náðist þar um,“ segir Borgar Þór og bætir við að þegar ólíkir aðilar komi saman að tillögum sem þessum sé eðlilega mismunandi afstaða til einstakra þátta.Hópurinn telur að tryggja þurfti einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð aðgang að gjaldfrjálsri nálaskiptaþjónustu. Vísir/AntonBrinkRauði krossinn og Embætti landlæknis og ríkislögreglustjóra eiga fulltrúa í starfshópnum. „Varðandi þingið eru eflaust margir sem vilja sjá róttækari breytingar en sumir hræðast allar breytingar. Ég hef enga ástæðu til að ætla að einhverjir setji sig sérstaklega upp á móti tillögunum en það þarf auðvitað að útfæra nokkur atriði betur,“ segir Borgar. Hópurinn telur að með auknu aðgengi að hreinum sprautubúnaði megi takmarka þann skaða sem einstaklingar verða fyrir. Kostnaður vegna hreinna nála og þjónustunnar sé hverfandi í samanburði við þann kostnað sem heilbrigðiskerfið ber vegna þeirra sem sýkjast vegna sprautunotkunar. Í sértækri nálaskiptaþjónustu munu einstaklingar geta komið og sótt sér hreinar nálar, sprautur, sprittklúta fyrir stungustað og annan sprautubúnað sem þarf til þess að draga úr líkum á smiti og sýkingu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Tveir bílar rákust saman við á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Sjá meira