David Luiz, dýrasti varnarmaður sögunnar, gæti snúið aftur til Chelsea.
Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Chelsea gert Paris Saint-Germain rúmlega 30 milljóna punda tilboð í hinn 29 ára Luiz.
Brasilíumaðurinn kom til Chelsea frá Benfica í janúar 2011 og lék með Lundúnaliðinu í þrjú ár. Sumarið 2014 var Luiz svo seldur til PSG fyrir 50 milljónir punda.
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, vill bæta miðverði við leikmannahóp liðsins áður en félagaskiptaglugginn lokar í kvöld.
Conte tókst hvorki að landa Alessio Romagnoli né Kalidou Koulibaly og hefur því beint athygli sinni að Luiz sem vann þrjá stóra titla með Chelsea á sínum tíma.
Snýr David Luiz aftur til Chelsea?
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn