Lögregluþjónar í óeirðabúnaði héldu aftur af mótmælendunum sem grýttu eggjum í þá.
Reglulega hefur komið til ofbeldis á kosningafundum Trump en það gerðist núna síðast í gær. 17 mótmælendur voru handteknir. Að mestu voru mótmælin í gær friðsöm þar sem fylkingar skiptust á móðgunum sín á milli en þegar líða fór á daginn fjölgaði í hópunum og kom til átaka þeirra á milli. Þá voru rúður brotnar í lögreglubíl og var krotað á veggi hússins þar sem fundur Trump fór fram.
Mótmælendur héldu uppi skiltum sem á stað „Stöðvið hatrið“ en Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Mexíkó og innflytjendur frá Mexíkó. Hann hefur talað um Mexíkóa sem nauðgara og glæpamenn sem séu ábyrgir fyrir því að hafa flutt ólögleg fíkniefni til Bandaríkjanna. Eins og frægt er vill hann byggja vegg á landamærum ríkjanna og neyða stjórnvöld Mexíkó til þess að borga fyrir byggingu veggsins.
Samkvæmt BBC er Trump einstaklega óvinsæll á meðal kjósenda frá sunnanverðri Ameríku en stór hluti íbúa Kaliforníu eiga rætur sínar að rekja til Mexíkó.