Brady: Peyton fullkomnaði fótboltann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. mars 2016 22:30 Brady og Manning eftir síðasta einvígi þeirra í janúar síðastliðnum. vísir/getty Eitt stærsta íþróttaeinvígi aldarinnar hefur verið á milli leikstjórnendanna Peyton Manning og Tom Brady. Tveir af þeim bestu til að spila í NFL-deildinni. Manning tilkynnti í kvöld að hann hefði lagt skóna á hilluna eftir 18 ára feril. Hann verður fertugur eftir nokkra daga en hnn 38 ára Brady ætlar að spila nokkur ár í viðbót. „Það er alveg ömurlegt að fá ekki að spila aftur á móti honum,“ sagði Brady sem talar afar vel um Peyton. „Ég hef horft á hvern einasta leik sem hann hefur spilað. Ég er með möppur á tölvunni minni um hann og hvernig hann spilar. Það myndi taka mig mörg ár að horfa á þetta allt aftur.“ Brady hafði betur í 11 leikjum af 17 gegn Peyton en laut í lægra haldi í ár og Peyton fór svo alla leið með sitt lið. „Það er ótrúlegt hvað hann hefur afrekað í Denver og hann endaði ferilinn á hinn fullkomna hátt. Það er samt allt sem hann hefur afrekað á ferlinum sem er svo aðdáunarvert. Hann hefur verið undir pressu allt sitt líf. „Hann var stjarnan í menntaskóla, aðalmaðurinn í háskólanum og svo valinn fyrstur í nýliðavalinu. Hann hefur staðið undir væntingum ár eftir ár. Hver hefur gert það eins vel og Peyton? Hann hefur líka gert það af reisn. Hann setti markið fyrir okkur hina um hvernig eigi að spila leikstjórnandastöðuna,“ sagði Brady en hann segist hafa lært af Manning hversu mikilvægt það sé að leggja mikið á sig. „Ég áttaði mig á því hvaða vinnu þarf til svo maður verði frábær. Ég horfði á hann gera það. Þetta er engin níu til fimm vinna heldur skulbindur maður sig fyrir lífstíð. Fótbolti er íþrótt, list og trú. Peyton fullkomnaði fótboltann.“ NFL Tengdar fréttir Ríður inn í sólsetrið sem meistari Einn besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, Peyton Manning, tilkynnti í kvöld að hann hefði lagt skóna á hilluna. 7. mars 2016 18:43 Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjá meira
Eitt stærsta íþróttaeinvígi aldarinnar hefur verið á milli leikstjórnendanna Peyton Manning og Tom Brady. Tveir af þeim bestu til að spila í NFL-deildinni. Manning tilkynnti í kvöld að hann hefði lagt skóna á hilluna eftir 18 ára feril. Hann verður fertugur eftir nokkra daga en hnn 38 ára Brady ætlar að spila nokkur ár í viðbót. „Það er alveg ömurlegt að fá ekki að spila aftur á móti honum,“ sagði Brady sem talar afar vel um Peyton. „Ég hef horft á hvern einasta leik sem hann hefur spilað. Ég er með möppur á tölvunni minni um hann og hvernig hann spilar. Það myndi taka mig mörg ár að horfa á þetta allt aftur.“ Brady hafði betur í 11 leikjum af 17 gegn Peyton en laut í lægra haldi í ár og Peyton fór svo alla leið með sitt lið. „Það er ótrúlegt hvað hann hefur afrekað í Denver og hann endaði ferilinn á hinn fullkomna hátt. Það er samt allt sem hann hefur afrekað á ferlinum sem er svo aðdáunarvert. Hann hefur verið undir pressu allt sitt líf. „Hann var stjarnan í menntaskóla, aðalmaðurinn í háskólanum og svo valinn fyrstur í nýliðavalinu. Hann hefur staðið undir væntingum ár eftir ár. Hver hefur gert það eins vel og Peyton? Hann hefur líka gert það af reisn. Hann setti markið fyrir okkur hina um hvernig eigi að spila leikstjórnandastöðuna,“ sagði Brady en hann segist hafa lært af Manning hversu mikilvægt það sé að leggja mikið á sig. „Ég áttaði mig á því hvaða vinnu þarf til svo maður verði frábær. Ég horfði á hann gera það. Þetta er engin níu til fimm vinna heldur skulbindur maður sig fyrir lífstíð. Fótbolti er íþrótt, list og trú. Peyton fullkomnaði fótboltann.“
NFL Tengdar fréttir Ríður inn í sólsetrið sem meistari Einn besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, Peyton Manning, tilkynnti í kvöld að hann hefði lagt skóna á hilluna. 7. mars 2016 18:43 Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjá meira
Ríður inn í sólsetrið sem meistari Einn besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, Peyton Manning, tilkynnti í kvöld að hann hefði lagt skóna á hilluna. 7. mars 2016 18:43
Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45