Erlent

Dó úr hungri í lyftu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Xian.
Frá Xian. Vísir/AFP
Lík kínverskrar konu fannst í lyftu þar í landi 30 dögum eftir að hún festist þar. Viðgerðarmenn höfðu slökkt á lyftunni þann 30. janúar, en fundu lík hennar þegar þeir sneru aftur til vinnu þann 1. mars. Konan dó úr hungri og segja þarlendir miðlar að klórför hafi fundist inn í lyftunni.

Vinna við lyftuna tafðist verulega vegna nýársfrís í Kína, en nokkrir hafa verið handteknir vegna málsins. Samkvæmt BBC er málið rannsakað sem manndráp.

Atvikið átti sér stað í borginni Xian. Hægt er að sjá myndir frá vettvangi hér.

Konan var 43 ára gömul og bjó ein í húsinu. Hún er sögð hafa átt við geðræna vandamál að stríða. Mennirnir tveir sem slökktu á lyftunni segjast hafa kallað og spurt hvort einhver væri þar inni, en þeir eru sakaðir um vítaverða vanrækslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×