Stjórn Viðreisnar hefur staðfest framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningarnar í október næstkomandi. Þorsteinn Víglundsson leiðir listann sem skipaður er konum og körlum til jafns.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skipar annað sæti og Páll Rafnar Þorsteinson það þriðja. Rithöfundurinn Stefán Máni er í 11. sæti listan sem sjá má í heild sinni hér að neðan.
1. Þorsteinn Víglundsson, stjórnmálafræðingur
2. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur
3. Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingur
4. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara
5. Héðinn Svarfdal Björnsson, félagssálfræðingur
6. Hilda H. Cortez, heilsuhagfræðingur
7. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins
8. Þórunn Erhardsdóttir, skrifstofustjóri
9. Andri Guðmundsson, vörustjóri
10. Tinna Traustadóttir, lyfjafræðingur
11. Stefán Máni, rithöfundur
12. Elísabet Þórðardóttir, organisti og tónlistarkennari
13. Sigurður Kristjánsson, barnalæknir
14. Ragnheiður Kr. Finnbogadóttir, háskólanemi
15. Höskuldur Einarsson, kerfisfræðingur
16. Karen Briem, hönnuður
17. Ari Jónsson, rafvirkjameistari og rafhönnuður
18. Margrét Kaldalóns, félagsráðgjafi og stjórnsýslufræðingur
19. Jakob Möller, hæstaréttarlögmaður
20. Guðrún Ragnarsdóttir Briem, félagsfræðingur
21. Ívar Már Jónsson, rafmagnsverkfræðingur
22. Sólrún B. Jensdóttir, sagnfræðingur
Þorsteinn leiðir Viðreisn í Reykjavík norður

Tengdar fréttir

Hanna Katrín leiðir Viðreisn í Reykjavík suður
Hanna Katrín Friðriksson framkvæmdastjóri hjá Icepharma leiðir lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Sigríður María fer fram fyrir Viðreisn í Reykjavík: „Lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif“
Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar.

Listi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi: Þorgerður leiðir
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í öðru sæti.