Jeppe fer frá Stjörnunni: „Finnst ég eiga skilið að spila meira“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2016 14:45 Jeppe Hansen hefur skorað 16 mörk í 37 leikjum fyrir Stjörnuna í Pepsi-deildinni. vísir/vilhelm Jeppe Hansen, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, er á leið frá félaginu og hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Garðabæjarliðið. Jeppe, sem skoraði sex mörk í níu deildarleikjum fyrir Stjörnunar sumarið 2014 og átta mörk í 21 leik á síðasta sumri, hefur aðeins byrjað tvo af tíu leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í ár og ekki spilað nema sjö. Hann hefur skorað tvö mörk í sumar. „Ég talaði við þjálfarana og yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu fyrir tveimur vikum því ég hef ekki verið að spila. Ég velti því upp hvort það væri ekki góð hugmynd fyrir mig að fara núna og samningnum yrði rift. Þeir hugsuðu þetta í nokkra daga og þó þetta var erfið ákvörðun fyrir þá að leyfa mér að fara var það niðurstaðan,“ segir Jeppe í samtali við Vísi. Jeppe hefur átt góða tíma í Garðabænum en hann spilaði fyrri hluta tímabilsins þegar liðið varð Íslandsmeistari 2014. „Það er svolítið sorglegt að vera að fara núna. Ég er búinn að vera í Stjörnunni í þrjú ár og þegar þú ert einn í öðru landi án fjölskyldu og vina verða samherjarnir og fólkið í kringum félagið fjölskyldan þín. Það hefur verið hugsað vel um mig,“ segir Jeppe sem er þó mjög ósáttur við lítinn spiltíma. „Ég er í betra standi núna en nokkru sinni fyrr og mér finnst ég eiga skilið að spila meira. Það hefur komið mér á óvart hvað ég spila lítið og ég fæ varla tækifæri og í raun er þetta bara frekar furðulegt.“ Samkvæmt heimildum Vísis hafa Eyjamenn mikinn áhuga á að fá Jeppe til liðs við sig. Daninn vissi af áhuga þeirra fyrir mót en hann veit ekki hvað gerist núna. „ÍBV vildi fá mig fyrir tímabilið held ég og gerði tilboð. Ég hef ekkert heyrt núna ef ég á að vera alveg heiðarlegur. Nú þarf ég bara að finna mér nýtt lið hér á Íslandi. Stjarnan spilar næst á sunnudaginn og vonandi verð ég farinn fyrir það en ef þeir vilja nota mig í þeim leik áður en ég fer gef ég mig allan í þann leik,“ segir Jeppe Hansen. Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Jeppe Hansen, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, er á leið frá félaginu og hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Garðabæjarliðið. Jeppe, sem skoraði sex mörk í níu deildarleikjum fyrir Stjörnunar sumarið 2014 og átta mörk í 21 leik á síðasta sumri, hefur aðeins byrjað tvo af tíu leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í ár og ekki spilað nema sjö. Hann hefur skorað tvö mörk í sumar. „Ég talaði við þjálfarana og yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu fyrir tveimur vikum því ég hef ekki verið að spila. Ég velti því upp hvort það væri ekki góð hugmynd fyrir mig að fara núna og samningnum yrði rift. Þeir hugsuðu þetta í nokkra daga og þó þetta var erfið ákvörðun fyrir þá að leyfa mér að fara var það niðurstaðan,“ segir Jeppe í samtali við Vísi. Jeppe hefur átt góða tíma í Garðabænum en hann spilaði fyrri hluta tímabilsins þegar liðið varð Íslandsmeistari 2014. „Það er svolítið sorglegt að vera að fara núna. Ég er búinn að vera í Stjörnunni í þrjú ár og þegar þú ert einn í öðru landi án fjölskyldu og vina verða samherjarnir og fólkið í kringum félagið fjölskyldan þín. Það hefur verið hugsað vel um mig,“ segir Jeppe sem er þó mjög ósáttur við lítinn spiltíma. „Ég er í betra standi núna en nokkru sinni fyrr og mér finnst ég eiga skilið að spila meira. Það hefur komið mér á óvart hvað ég spila lítið og ég fæ varla tækifæri og í raun er þetta bara frekar furðulegt.“ Samkvæmt heimildum Vísis hafa Eyjamenn mikinn áhuga á að fá Jeppe til liðs við sig. Daninn vissi af áhuga þeirra fyrir mót en hann veit ekki hvað gerist núna. „ÍBV vildi fá mig fyrir tímabilið held ég og gerði tilboð. Ég hef ekkert heyrt núna ef ég á að vera alveg heiðarlegur. Nú þarf ég bara að finna mér nýtt lið hér á Íslandi. Stjarnan spilar næst á sunnudaginn og vonandi verð ég farinn fyrir það en ef þeir vilja nota mig í þeim leik áður en ég fer gef ég mig allan í þann leik,“ segir Jeppe Hansen.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti